Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarskóli

<p>Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík haustið1973 og rak hann sem einkastofnun til ársins 1978 er kennarar, nemendur og velunnarar skólans stofnuðu, undir forystu Garðars, Styrktarfélag Söngskólans&nbsp;</p> <p>í Reykjavík. Skólinn starfaði í eigin húsnæði að Hverfisgötu 45 frá 1978 ásamt viðbótarhúsnæði sem skólinn keypti haustið 1997. Haustið 2002 fluttist öll starfsemi Söngskólans í Reykjavík í glæsilegt og rúmgott húsnæði að Snorrabraut 54 og þar er einnig tónleikasalurinn Snorrabúð.</p> <p>Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla og nýtur styrkja sem nemur launum kennara samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög í gegn um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Skólagjöld nemenda standa undir öðrum rekstrarkostnaði. Við skólann starfa 32 kennarar með rúmlega 20 stöðugildi og er nemendafjöldi hvert skólaár 180-200 nemendur. Skólastjóri er Garðar Cortes.</p> <p>Á 40 starfsárum skólans hafa á fjórða þúsund nemendur stundað nám við skólann um lengri eða skemmri tíma. 334 hafa lokið framhaldsprófi/lokaprófi úr almennri deild. Skólinn hefur útskrifað samtals 188 nemendur með háskólagráður í einsöng og/eða söngkennslu; 130 með ABRSMdip / Burtfararpróf / Certificate of higher education og 58 með LRSM / Licentiate of the Royal Schools of Music / Bachelor degree with honours.Nemendaópera Söngskólans setur árlega upp sýningar og blómlegt tónleikahald er innan skólans.</p> <p>Skólinn hefur frá upphafi haft samstarf við Konunglegu tónlistarskólana í Bretlandi “The Associated Board of the Royal Schools of Music”. Öll lokapróf frá skólanum hafa verið tekin í samvinnu við ABRSM, prófdómarar frá þeim dæmt prófin og nemendur hlotið prófskírteini sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, auk þess sem nemendum sem skara fram úr er boðið að sækja um alþjóðlega styrki ABRSM, til náms við Tónlistarháskóla sambandsins í Bretlandi.</p> <p align="right">Af Google-síðu Söngskólans (9. janúar 2015).</p>

Fólk

Færslur: 66

Nafn Tengsl
Anna Rún Atladóttir Meðleikari
Auður Guðjohnsen Tónlistarnemandi, 1996-2001
Ásgeir Páll Ágústsson Tónlistarnemandi, -2006
Ásrún Davíðsdóttir Tónlistarnemandi
Aðstoðarskólastjóri
Benedikt Kristjánsson Tónlistarnemandi
Bergþór Pálsson Söngkennari
Bjarni Thor Kristinsson Tónlistarnemandi
Bragi Jónsson Tónlistarnemandi, 2006-2011
Brynhildur Björnsdóttir Tónlistarnemandi
Bylgja Dís Gunnarsdóttir Söngkennari
Tónlistarnemandi
Davíð Ólafsson Tónlistarnemandi
Dísella Lárusdóttir Tónlistarnemandi, -2002
Egill Árni Pálsson Tónlistarnemandi, -2008
Söngkennari
Elín Ósk Óskarsdóttir Tónlistarnemandi
Erla Björg Káradóttir Tónlistarnemandi, -2010
Fjóla Kristín Nikulásdóttir Tónlistarnemandi, 2007-2009
Friðrik Sæmundur Kristinsson Tónlistarnemandi, -1987
Garðar Thór Cortes Tónlistarnemandi, 1993-1977
Gissur Páll Gissurarson Tónlistarnemandi, 1997-2001
Gréta Hergils Valdimarsdóttir Tónlistarnemandi, -2007
Guðrún Anna Kristinsdóttir Tónlistarkennari
Hafsteinn Þórólfsson
Halla Marinósdóttir Tónlistarnemandi
Hanna Dóra Sturludóttir Tónlistarnemandi
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir Tónlistarnemandi, 1999-2005
Harpa Ósk Björnsdóttir Tónlistarnemandi, 2012-2018
Helgi Þór Ingason Tónlistarnemandi
Hildigunnur Einarsdóttir Tónlistarnemandi, -2010
Hólmfríður Sigurðardóttir Píanóleikari
Hrafnhildur Björnsdóttir Tónlistarnemandi
Hreiðar Ingi Þorsteinsson Tónlistarnemandi, 2007-2008
Hrólfur Sæmundsson Tónlistarnemandi
Hulda Björk Garðarsdóttir Tónlistarnemandi, -1996
Hörn Hrafnsdóttir Tónlistarnemandi
Inga Jónína Backman Tónlistarnemandi, -1988
Ingveldur Ýr Jónsdóttir Tónlistarnemandi
Tónlistarnemandi
Jóhann Friðgeir Valdimarsson Tónlistarnemandi, 1994-1998
Jóhann Kristinsson Tónlistarnemandi, -2013
Jóhann Smári Sævarsson Tónlistarnemandi
Jón Kristinn Cortez Tónlistarkennari
Jórunn Viðar Tónlistarkennari
Kartrín Sigurðardóttir Tónlistarnemandi
Söngkennari
Píanóleikari
Kristinn Sigmundsson Tónlistarnemandi
Kristín Sveinsdóttir Tónlistarnemandi
Lára Bryndís Eggertsdóttir Tónlistarnemandi, -2004
Lilja Dögg Gunnarsdóttir Tónlistarnemandi
Magnús Baldvinsson Tónlistarnemandi, 1984-1987
Margrét Árnadóttir Tónlistarnemandi, -2001
Margrét Pálmadóttir Tónlistarnemandi
Oddur Arnþór Jónsson Tónlistarnemandi
Ólafur Kjartan Sigurðarson Tónlistarnemandi
Ólafur Þór Þorsteinsson Tónlistarnemandi
Rósalind Gísladóttir Tónlistarnemandi, -1999
Sigríður Aðalsteinsdóttir Tónlistarnemandi, -1995
Sigríður Thorlacius Tónlistarnemandi
Sigrún Pálmadóttir Tónlistarnemandi, -1999
Silja Elsabet Brynjarsdóttir Tónlistarnemandi, 2011-2015
Snorri Wium Tónlistarnemandi
Snæbjörg Snæbjarnardóttir Söngkennari
Soffía Björg Óðinsdóttir
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir Tónlistarnemandi, 1996-2005
Valgerður Guðnadóttir Tónlistarnemandi, -1998
Viðar Gunnarsson Tónlistarnemandi
Þóra Einarsdóttir Tónlistarnemandi
Þuríður Pálsdóttir Söngkennari, 1973-
Örvar Már Kristinsson Tónlistarnemandi

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.04.2021