Unnarholtskot Heimilisfang

<p>Jörðin er fremur landlítil, að hálfu blaut mýri og að hálfu þurrlendi, bæði á bökkum Stóru-Laxár og á bæjarholtinu. Engjar voru góðar, bæði á árbökkunum og í áveitum á mýrinni. Sumarhagar góðir, en vetrarbeit lítil sem engin. Ræktunarland er gott, bæði á þurrlendi og á framræstum mýrum. Allt votlendið hefur verið tekið til framræslu. Veiðiréttur er í báðum Laxánum. Landið er afgirt. Unnarholtskot var áður fyrr hjáleiga frá Unnarholti, en fyrir löngu sjálfstætt býli. Árið 1949 var landi skipt í Unnarholtskoti og jörðin gerð að tveim sjálfstæðum lögbýlum, Unnarholtskoti I og II.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 294. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 5

Nafn Tengsl
Gísli Hjörleifsson Uppruni og heimili
Guðmundur Gíslason Uppruni
Helga Gísladóttir Heimili
Helga Runólfsdóttir Heimili
Hjörleifur Sveinsson Heimili

Tengd hljóðrit


Uppfært 8.12.2014