Reykjanesbær

<p>Reykjanesbær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994. Í Reykjanesbæ búa nú tæplega 15 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá. Keflavík, Njarðvík og Hafnir byggðust í kringum sjósókn og fiskverkun sem var meginstoð atvinnulífsins.</p> <p>Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu á Suðurnesjum, höfuðstað svæðisins. Má rekja verslunarsögu Keflavíkur allt til upphafs 16. aldar og er vitað um þýska kaupmenn þar árið 1518. Undir lok 16. aldar komu Hamborgarkaupmenn til Keflavíkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að Einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Keflavíkurhreppur var stofnaður 1908 og þann 22. mars 1949 fékk Keflavík kaupstaðaréttindi.</p> <p>Njarðvík var fyrrum hluti af Vatnsleysustrandarhreppi en fékk sjálfstæði sem sveitarfélag 1889. 1908 rann Keflavík saman við Njarðvík undir merkjum Keflavíkurhrepps en Njarðvíkingar klufu sig frá á ný 1942 og tóku á ný að starfa sem sjálfstætt sveitarfélag og fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi 1. jan 1976.</p> <p>Hafnir byggðust upp í kringum mikið útræði. Hefur byggðin nafn sitt af tveimur fyrrum stórbýlum, Sandhöfn og Kirkjuhöfn, sem nú eru í eyði. Var fjölmenn byggð í Höfnum og útræði mikið á stórum bátum allt fram til aldamótanna 1900.</p> <p align="right">Af vef Reykjanesbæjar (31. desember 2014).</p>

Fólk

Sýna fólk tengt stöðum undir þessum stað.

Færslur: 21

Nafn Tengsl
Ágota Joó Píanókennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1991-
Ágúst Ármann Þorláksson Skólastjóri, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1977-1978
Árni Arinbjarnarson Fiðlukennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1958-1982
Ásgeir Steingrímsson Trompetkennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1988-
Ástvaldur Traustason Píanókennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Bylgja Dís Gunnarsdóttir Uppruni
Söngkennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Davíð Ólafsson Tónlistarnemandi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Gísli Jóhann Grétarsson Tónlistarkennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Gísli Magnússon Tónlistarkennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 2018-
Guðmundur Hermannsson Kennari, Heiðarskóli
Guðrún Jóna Þorsteinsdóttir Píanókennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Gunnar Egilson Klarínettukennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1960-1962
Haraldur Árni Haraldsson Skólastjóri, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1998-
Helga Bryndís Magnúsdóttir Píanókennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Herbert H. Ágústsson Skólastjóri, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1978-1985
Jóhann Smári Sævarsson Tónlistarkennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Magnús Kjartansson Tónlistarnemandi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, -1967-05
Ragnar Björnsson Skólastjóri, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, 1956-1976
Rebekka Bryndís Björnsdóttir Uppruni
Tónlistarnemandi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Unnur Arnórsdóttir Píanókennari, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Veig­ar Mar­geirs­son Tónlistarnemandi, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, -1992

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.03.2016