Strandarkirkja Kirkja

<p>Fyrsta orgelið var keypt 1898 og kostaði kr. 700. Jón Pálsson frá Stokkseyri útvegaði hljóðfærið og lék á það, þegar það var notað í fyrsta sinn í kirkjunni. En fyrsti fastráðni organisti kirkjunnar var Eyjólfur Þorbjarnarson, Nesi í Selvogi, sem hafði lært að leika á hljóðfæri hjá Jóni Pálssyni frá Stokkseyri. Var Eyjólfur organisti í tvö ár, en þegar hann hætti, tók við starfin Guðrún Gísladóttir frá Nesi, síðar á Skjeggastöðum í Hraungerðishreppi, en óvíst er, hversu lengi hún gegndi starfinu. Aðrir organistar hafa verið: Grímheiður Pálsdóttir, Þorvaldur Ólafsson frá Arnarbæli, Guðbjörg Þórðardóttir og núverandi organisti, Ingimundur Guðjónsson frá Þorlákshöfn, sem hefur haft starfið með höndum síðan 1956. </p> <p>Árið 1969 var keypt nýtt og vandað pípuorgel í kirkjuna, og var það tekið í notkun í júlímánuði um sumarið. Árið 1944 var stofnaður kirkjukór innan safnaðrins. Starfaði hann í nokkur ár eða fram undir það, að Ingimundur Guðjónsson tók við organistastarfinu og Söngfélag Þorlákshafnar tók að sér sönginn í kirkjunni undir stjórn hans. Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p> <p>Kirkjur hafa verið margar á Strönd í gegnum tíðina, og þá fyrr á öldum gjarnar byggðar úr torfi og grjóti. Árið 1735 er torfkirkja síðast reist á Strönd og stóð hún í rúm 100 ár en var rifin árið 1848. Árið 1848 var byggð timburkirkja sem stóð til ársins 1887. Var þá reist ný kirkja sem að grunni er sú sama sem stendur í dag, endurbætt og lengd.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
Pípuorgel 1969 Ekki skráð
2. harmonium 1923 Ekki skráð
1. harmonium 1898 1923

Fólk

Skjöl

Altari Mynd/jpg
Altari Mynd/jpg
Kross Mynd/jpg
Kross Mynd/jpg
Líkneski Mynd/jpg
Líkneski Mynd/jpg
Minningaskjöldur Mynd/jpg
Mynd á vegg Mynd/jpg
Mynd á vegg Mynd/jpg
Málverk Mynd/jpg
Númeratafla Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Strandarkirkja Mynd/jpg
Strandarkirkja Mynd/jpg
Strandarkirkja Mynd/jpg
Strandarkirkja Mynd/jpg
Strandarkirkja Mynd/jpg
Strandarkirkja Myndband/mov
Séð fram kirkju Mynd/jpg
Séð inn kirkju, frá sönglofti Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014