Saurbæjarkirkja á Rauðasandi Kirkja

<p>Visitasíubók 1896: Skrúði og gripir kirkjunnar eru hinir sömu og verið hafa. Kirkjan hefur eignast nýtt og vandað harmoníum, sem einn af eigendum kirkjunnar, Kaupmaður Sigurður Bachmann á Vatneyri hefur gefið henni. Þetta harmoníum er ekki enn komið til kirkjunnar, en mun verða flutt hingað á næstkomandi hausti.</p> <p>Visitasía 1902: ...Hinn síðarnefndi [Sigurður Bachmann á Vatneyri] hefur gefið til kirkjunnar harmoníum; álít það að vera vandaðra en flest önnur þess konar hljóðfæri sem hér þekkjast og er slík höfðingsgjöf gefandum til mikils sóma.</p> Saurbær eða Bær á Rauðasandi er bær og kirkjustaður í Vestur-Barðastrandarsýslu. Saurbær er fornt höfuðból og hlunnindajörð og þar bjuggu löngum ýmsir helstu höfðingjar Vestfirðinga og landsins alls. Bærinn stendur austarlega á Rauðasandi, vestan við sjávarlónið Bæjarvaðal. Á meðal hlunninda jarðarinnar sem talin eru í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns má nefna reka, selveiði, silungsveiði, sölvafjöru, grasatekju, hrísrif og útræði. Á fyrri hluta 15. aldar bjó Guðmundur ríki Arason, auðugasti maður landsins, í Saurbæ, en þegar hann missti eigur sínar náði Björn Þorleifsson jörðinni. Í Bæ bjuggu á 16. og 17.öld sýslumenn Vestur-Barðastrandarsýslu og aðrir höfðingjar, þar á meðal Eggert Hannesson hirðstjóri og lögmaður. Tengdasonur hans, Magnús Jónsson prúði, var sýslumaður í Bæ og þótti glæsilegastur höfðingi á Íslandi á sinni tíð. Eftir lát hans bjó ekkja hans, Ragnheiður Eggertsdóttir, lengi í Bæ. Sonur hennar, Björn Magnússon sýslumaður, bjó svo í Bæ og þar fæddist sonur hans, Páll Björnsson, sem þekktastur er fyrir galdraofsóknir. Bróðir hans, Eggert Björnsson sýslumaður, bjó í Bæ og dæmdi þar í ýmsum galdramálum sem Páll hóf. Elsta dóttir hans, Guðrún Eggertsdóttir, tók við búi í Bæ ásamt manni sínum en hann dó skömmu síðar og bjó hún þar ekkja áratugum saman. Hún var þekkt fyrir hörku við leiguliða sína en hún átti flestar jarðirnar í sveitinni. Kirkja hefur verið í Saurbæ mjög lengi. Núverandi kirkja var áður á Reykhólum, smíðuð þar 1856 en tekin niður þegar ný kirkja var reist þar 1963 og flutt í Saurbæ, endurreist og vígð 1982. Eldri kirkja sem var í Saurbæ hafði fokið í ofviðri 1966. Altaristaflan er máluð af séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði. Hún er gjöf frá Guðrúnu Eggertsdóttur í Bæ og sýnir hana og mann hennar, krjúpandi við kross Krists. Núverandi eigendur Saurbæjar eru þau Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sigríður Snævarr sendiherra.

Orgel

Heiti Frá Til
harmonium Ekki skráð Ekki skráð
rafmagnsorgel Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 8.10.2015