Hvítárholt Heimilisfang

Jörðin er að landrými vel meðaljörð. Landið er allt mjög grasgefið og varla lófastór blettur, svo ekki sé hann kafloðinn. Engjalönd eru frábær, bæði starengi og sléttar valllendisflatir á Hvítárbökkum. Sumarhagar eru með ágætum, en vetrarbeit léleg á skjóllausu flatlendi. Hvítarholtsveitur eru eð fyrstu áveitum, sem gerðar voru hérlendis. Ræktunarland er gott á þurrum árbökkum og framræstum mýrum. Landið er afgirt. Veiðiréttur er í Hvítá. Malarnám er til nokkurra nytja.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 308. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Elín Kristjánsdóttir Heimili
Sigurður Sigurmundsson Heimili

Skjöl

Hvítárholt Mynd/jpg
Hvítárholt Mynd/jpg
Hvítárholt Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.01.2017