Rúgstaðir Heimilisfang

Á þessum bæ fæddist Helgi Hálfdanarson (19.08.1826-02.01.1894) alþingismaður, kennari og prestur.

Staðsetning er ekki nákvæm enda bærinn aflagt eyðibýli og ekki á þeim kortum sem handhæg voru. Í grein eftir dr. Jón Helgason biskup sem birtist í Prestafélagsritinu 1. tb. 1926 segir að bærinn hafi staðið andspænis Möðrufelii fyrir austan Eyjafjarðará.

Í Búnaðarritinu 1. tb. 1910 er eftirfarandi fróðleiksmoli um örnefnið „Rúgstaðir“:

Í Öngulstaðahreppi er og bær, sem heitir Rúgstaðir, enn ekki tel jeg það vott um rúgirkju. Bæjanöfn, sem enda á -staðir, eru víst nær altaf kendir við menn, og er firri liðurinn mansnafn eða auknefni. Því tel jeg víst, að Rúgstaðir (ef nafnið stendur ekki fyrir Æitísstaðir) sjeu nefndir eftir manni, sem hafði auknefnið rúgr (sbr. auknefnin lcorni, byggvömb, bláber o. fl., sjá ritg. Finns Jónssonar um auknefni í Árb. for nord. oldkyndighed og historie 1908, 313.—315. bls.).

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Helgi Hálfdanarson Uppruni

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014