Tónsalir Tónlistarskóli

<p>Í Tónsölum er boðið upp á nútímalega tónlistarkennslu svo kallað rytma-nám þ.e. Rokk, dægurlagatónlist, Jazz, Blús og Fönk. Einnig er spuna fléttað inn í námið ásamt því að spila tónlist eftir eyranu. Þessi kennsluaðferð á sér fyrirmynd á Norðurlöndum og hefur breiðst út þaðan. Ryþma-námið hefur hvarvetna reynst mjög vel enda byggir það á að viðhalda gleðinni við tónlistarnámið á öllum stigum þess. Í boði er kennsla á gítar, bassa, trommur, píanó og söng.</p> <p>Byrjendum er kennt í smáum hópum sem gerir námið í senn skemmtilegra og meira hvetjandi. Þá kynnast nemendur samspili þar sem nemendur uppskera ánægjuna af því að vinna og hljóma sem heild. Tónstigar og tónbil sem tengjast hverju lagi eru athugaðir svo og hljómfræði þess og takttegundir.</p> <p>Nám fyrir lengra komna er meira sniðið að hverjum og einum. Tónsalir útskrifa nemendur með viðurkennd stig tónlistarnáms. Einnig er hægt að ljúka námskeiðum án prófa.</p> <p>Rytma-nám á jafn vel við byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið er kjörið fyrir þá sem vilja taka til við nám að nýju eftir hlé.</p> <p>Megin markmið kennslunnar er að hafa gleði af náminu og ná þannig árangri.</p> <p>Tónlistarskólinn Tónsalir stefnir að því að leiðandi í nýjungum í tónlistarkennslu á Íslandi.</p> <p>Tónsalir setur sér það markmið að vera eftirsóttur skóli fyrir nemendur að koma til að læra á hljóðfæri, sem og eftirstóttur vinnustaður fyrir afburða tónlistarkennara.</p> <p align="right">Af FaceBook-síðu skólans.</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Baldvin Snær Hlynsson Tónlistarnemandi, 2004-2014

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.07.2015