Tónlistarskóli Borgafjarðar Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Borgarfjarðar tók til starfa haustið 1967. Fyrsta veturinn sem skólinn starfaði stunduðu 39 nemendur nám við skólann og voru kennarar 4 auk skólastjóra. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt og hafa verið um og yfir 200 nemendur síðustu ár. Níu kennarar starfa við skólann.

Borgarbyggð stendur að rekstri skólans og einnig greiða nemendur skólagjöld. Fyrsti skólastjóri tónlistarskólans var Jón Þ. Björnsson en núverandi skólastjóri er Theodóra Þorsteinsdóttir.

Starf skólans hefur verið fjölbreytt í gegnum árin. Auk hefðbundinna tónleika og tónfunda skólans koma nemendur fram við ýmis tækifæri, heimsækja aðra skóla og héruð og taka einnig á móti gestum. Starf tónlistarskólans er mikil lyftistöng fyrir menningarlífið í héraðinu.

Sjá nánar á vef skólans (2. janúar 2015).

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Anna Þorvaldsdóttir Tónlistarnemandi

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.06.2016