Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Kirkja
<p>Hallgrímskirkja í Saurbæ í Hvalfirði er helguð minningu sr. Hallgríms Péturssonar sem þar var prestur 1651 til 1669. Guðjón Samúelsson teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni og voru undirstöður steyptar eftir hans teikningu. Árið 1953 teiknuðu Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson nýja kirkju. Kirkjan er steinsteypt og klædd múrsteini að innan. Þakið er koparklætt. Turninn er 20 metra hár. Gerður Helgadóttir gerði glerlistaverk kirkjunnar en verk hennar eru sótt í Passíusálmana. Finnskur listamaður Lennart Segerstråle gerði fresku sem er í stað altaristöflu. Á altari er róðukross sem talinn er frá því um 1500. Róðukrossinn var í kirkju Hallgríms á 17. öld. Krikjan var vígð 1957.</p>
<p>Gamla kirkja í Saurbæ, sem byggð var 1878, stendur nú í <a href="http://www.ismus.is/i/location/id-1004199">Vindáshlíð í Kjós</a> og er hluti af starfi KFUM og KFUK þar.</p>
<p align="right">Sjá nánar <a href="http://is.wikipedia.org/wiki/Hallgr%C3%ADmskirkja_(Hvalfirði)">Hallgrímskirkja (Hvalfirði)</a> (Wikipedia) og <a href="http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20VL%20hallgrimskirkja_saurba.htm">Hallgrímskirkja í Saurbæ</a> (Guðshús á Íslandi).</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
Hallgrímskirkja í Saurbæ: Pípuorgel | 1968 | Ekki skráð |
Fólk
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum
- Altariskanna gefin Saurbæjarkirkju; Morgunblaðið 7. desember 1946.
- Enn um Hallgrímskirkju; Tíminn 23. mars 1943.
- Fjórar samkeppniskirkjur; Tíminn 18. febrúar 1943.
- Fjölmenni og virðuleg athöfn; Tíminn 30. júlí 1957.
- Gamla Saurbæjarkirkja flutt; Morgunblaðið 25. september 1957.
- Hallgrímskirkja - Hvalfirði (Wikipedia)
- Hallgrímskirkja í Saurbæ (Guðshús á Íslandi)
- Hallgrímskirkja í Saurbæ. Um hugmyndir Guðjóns Samúelssonar um nýja kirkju í Saurbæ. Fálkinn 27. mars 1937.
- Hallgrímur Pétursson kemur; Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1947.
- Listaverk í öllum gluggum; Morgunblaðið 21. maí 1965.
- Orgel Hallgrímskirkju. Organistablaðið 1. maí 1969 bls. 27
- Sungið og kveðið í Saurbæjareldjúsi. Tíminn Sunnudagsblað. 24. apríl 1966, bls. 348.
- Vegleg athöfn; Alþýðublaðið 28. ágúst 1951.
- Ég er ljós heimsins; Morgunblaðið 3. apríl 1980.
Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.09.2017