Þingvallakirkja Kirkja
<p>Eftir því sem næst verður komizt, hefur fyrsta orgelið komið í Þingvallakirkju 1909 eða 1910. Aðalhvatamenn að kaupunum voru séra Jón Thorsteinsson, prestur á Þingvöllum, og börn hans. Fyrsti organisti kirkjunnar var Ingunn Thorsteinson, dóttir séra Jóns. Var hún organisti í nokkur ár, þangað til Hermann bróðir hennar tók við. Árið 1923 fluttist fjölskyldan frá Þingvöllum, og tók þá við organistastarfinu Einar Halldórsson, bóndi á Kárastöðum, en 1925-1929 var Kristján Jóhannsson frá Skógarkoti organisti Þingvallakirkju. Frá 1929 til 1945 voru börn Einars á Kárastöðum til skiptis organistar kirkjunnar, þau Halldór, Jóhanna, Elísabet og Guðbjörg. Síðan 1945 hefur Hjalti Þórðarson, Æsustöðum í Mosfellssveit, verið organisti Þingvallakirkju, með þeirri undantekningu að 1958-1959 annaðist Astrid, kona séra Jóhanns Hannessonar prests og Þjóðgarðsvarðar, organistastarfið.</p><p>Enginn sérstakur kirkjukór hefur starfað við Þingvallakirkju. Þess má geta að síðasti forsöngvari í Þingvallakirkju, áður en hljóðfæri var fengið, var vinnumaður hjá séra Jóni Thorsteinson, Pétur Jónsson af nafni, raddmaður mikill.</p>
<p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
Harmonium | Ekki skráð | Ekki skráð |
Fólk
Skjöl
![]() |
Altaristafla | Mynd/jpg |
![]() |
Gömul tafla | Mynd/jpg |
![]() |
Kirkjuklukkur | Mynd/jpg |
![]() |
Númeratafla | Mynd/jpg |
![]() |
Prédikunarstóll | Mynd/jpg |
![]() |
Skírnarfontur | Mynd/jpg |
![]() |
Stiginn upp á söngloft | Mynd/jpg |
![]() |
Séð inn kirkju | Mynd/jpg |
![]() |
Séð inn kirkju, úr lofti | Mynd/jpg |
![]() |
Séð upp á söngloft | Mynd/jpg |
![]() |
Söfnunarbaukur | Mynd/jpg |
![]() |
Þingvallakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Þingvallakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Þingvallakirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Þingvallakirkja | Mynd/jpg |
Þingvallakirkja | Myndband/mov | |
![]() |
Þingvallakirkja og Þingvallabær | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.01.2019