Jörðin er í góðu meðallagi um landrými. Að öðrum þræði er landið blaut mýri, en að hinu þurrir móar og brekkur í vesturhlíðum Miðfells. Landið er allt gróið og allgóðir sumarhagar. Vetrarbeit var góð á mýrlendinu, en engjar voru lélegar og heyskapur reytingssamur. Ræktunarland er ágætt, bæði á þurrum móum og á framræstum mýrum. Landið er afgirt. Fyrrum var jörðin hjáleiga frá Miðfelli, en fyrir löngu sjálfstætt býli. Gnægð er af heitu vatni úr borholu síðan 1968. Er borholan sameiginleg fyrir alla bæi í Miðfellshverfi. Bærinn stendur framan undir Miðfelli vestanverðu.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 269. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Árni Þórarinsson Uppruni
Guðmundur Sigurdórsson Uppruni
Hallgrímur Þorsteinsson Uppruni
Sigurdór Stefánsson Uppruni

Skjöl

Gata Mynd/jpg
Gata Mynd/jpg
Gata Mynd/jpg
Gata Mynd/jpg
Gata Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014