Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarskóli

<p>Í gömlu sveitarfélögunum Keflavík og Njarðvík störfuðu tveir tónlistarskólar, Tónlistarskólinn í Keflavík og Tónlistarskóli Njarðvíkur. Eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 1994 voru engar breytingar gerðar á starfsemi skólanna, en árið 1995 var Tónlistarskóla Njarðvíkur breytt í aldursskiptan skóla og hann eingöngu ætlaður fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Í ársbyrjun 1998 var tekin sú pólitíska ákvörðun að tónlistarskólarnir tveir í Reykjanesbæ skyldu lagðir niður og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stofnaður. Hinn nýji tónlistarskóli hóf svo starfsemi sína 1. september 1999 og þá um leið var sterfsemi Tónlistarskólans í Keflavík og Tónlistarskóla Njarðvíkur hætt. Þegar þetta átti sér stað, hafði Tónlistarskólinn í Keflavík starfað í 42 ár og Tónlistarskóli Njarðvíkur í 23 ár.</p> <p>Skólastjórar Tónlistarskólans í Keflavík voru frá upphafi Ragnar Björnsson, Herbert H. Ágústsson, Kjartan M. Kjartansson og Karen J. Sturlaugsson.</p> <p>Skólastjórar Tónlistarskóla Njarðvíkur voru frá upphafi, Örn Óskarsson og Haraldur Á. Haraldsson.</p> <p>Fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var ráðinn Haraldur Á. Haraldsson og aðstoðarskólastjóri Karen J. Sturlaugsson...</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.10.2020