Bryðjuholt Heimilisfang

<p>Meðaljörð að landrými. Landið er grösugt og gott til beitar, bæði sumar og vetur. Að meirihluta er landið mýrlendi, en þurrlendi er þó mikið og gott ræktunarland, en er nokkuð langt frá bæ. Í landinu austanverðu eru lágir ásar og lægðadrög með valllendisgróðri. Engjar eru allagóðar. Veiðiréttur er í Hvítá. Áin veldur lítilsháttar landbroti. Landið er afgirt. Bærinn stendur í brekku framan í lágum ás. „Veðrasamt er hér og verður oft að skaða,“ segir í Jarðabók Á.M. Heimild.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I,&nbsp;bls. 310. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Magnús Eiríkur Sigurðsson Heimili
Sigríður Guðmundsdóttir Heimili

Skjöl

Bryðjuholt Mynd/jpg
Bryðjuholt Mynd/jpg
Bryðjuholt Mynd/jpg
Bryðjuholt Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 1.12.2014