Hrafnkelsstaðir Heimilisfang

<p>Jörðin var að landrými vel meðaljörð. Landið allt gróið og mjög grasgefið. Að hluta er landið blaut mýri, sem nú er að mestu framræst. En að öðrum hluta þurrlendi, einkum á bökkum Litlu-Laxár, en einnig móar og valllendi, gott og auðunnið ræktunarland. Engjar vour ágætar, bæði á áveitum á mýrinni og á árbökkunum. Sumarhagar góðir, en vetrarbeit létt. Veiðréttur er í Litlu-Laxá. Landið er afgirt.</p> <p>Á Hrafnkelsstöðum var tvíbýli á óskiptu landi frá 1927-1951. Þá er jörðinni skipt og stofnað nýbýlið Hrafnkelsstaðir IV. Og árið 1966 er Hrafnkelsstöðum I og II steypt saman í eitt býli og kallað Hrafnkelsstaðir I. En Hrafnkelsstaðir II hverfa úr sögunni. Gamli bærinn á Hrafnkelsstöðum, og eins nýbyggingarnar á I-III og IV standa á allháu holti, og ber bæina hátt yfir umhverfið, og víðsýnið skín til allra átta.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls 302. Búnaðarsamband Suðurland 1980.</p>

Fólk

Færslur: 5

Nafn Tengsl
Guðrún Sveinsdóttir Uppruni
Helgi Haraldsson Uppruni og heimili
Sigríður Haraldsdóttir Uppruni og heimili
Sveinn Gunnar Sveinsson Uppruni
Þorgeir Sveinsson Uppruni

Tengd hljóðrit


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 18.06.2019