Hrafnkelsstaðir Heimilisfang

Jörðin var að landrými vel meðaljörð. Landið allt gróið og mjög grasgefið. Að hluta er landið blaut mýri, sem nú er að mestu framræst. En að öðrum hluta þurrlendi, einkum á bökkum Litlu-Laxár, en einnig móar og valllendi, gott og auðunnið ræktunarland. Engjar vour ágætar, bæði á áveitum á mýrinni og á árbökkunum. Sumarhagar góðir, en vetrarbeit létt. Veiðréttur er í Litlu-Laxá. Landið er afgirt.

Á Hrafnkelsstöðum var tvíbýli á óskiptu landi frá 1927-1951. Þá er jörðinni skipt og stofnað nýbýlið Hrafnkelsstaðir IV. Og árið 1966 er Hrafnkelsstöðum I og II steypt saman í eitt býli og kallað Hrafnkelsstaðir I. En Hrafnkelsstaðir II hverfa úr sögunni. Gamli bærinn á Hrafnkelsstöðum, og eins nýbyggingarnar á I-III og IV standa á allháu holti, og ber bæina hátt yfir umhverfið, og víðsýnið skín til allra átta.

Sunnlenskar byggðir I, bls 302. Búnaðarsamband Suðurland 1980.

Fólk

Færslur: 5

Nafn Tengsl
Guðrún Sveinsdóttir Uppruni
Helgi Haraldsson Uppruni og heimili
Sigríður Haraldsdóttir Uppruni og heimili
Sveinn Gunnar Sveinsson Uppruni
Þorgeir Sveinsson Uppruni

Tengd hljóðrit


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 18.06.2019