Árbæjarkirkja Kirkja

<p>Kirkjan var loks vígð 29. mars 1987. Íupphafi voru ráðnir arkitektarnir Manfreð vilhjálsmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson, en eftir að Þorvaldur gerðist forstöðumaður borgarskipulags sá Manfreð einn um hönnun hússins og hefur séð um alla verkþætti innan dyra. Árbæjarkirkja rís hátt upp af bökkum Elliðaánna og ber því víða fyrir augu í Árbæjarhverfi. Að fornum sið er klukknaport framan við kirkju. Einnig er þar "kirkjutorg". Ljósið, sólarljósið, hefur ráðið mestu um form kirkjunnar. Inn um háreistan glugga yfir altari fellur ljósið niður sem foss. Ljósið seytlar einnig niður með langveggjum kirkjunnar. Timburloftið yfir kirkjuskipi eins og svífur á milli hinna hrjúfu steinveggja. Safnaðarsalur er í beinu framhaldi af kirkju, þannig að skil milli þessara rýma eru óglögg. Kirkjurýmið getur vaxið inn í safnaðarsal. Stór gluggi á safnaðarsal opnar fagurt útsýni yfir Elliðaárdal. Í fordyri kirkjunnar fellur ljósið einnig að ofan. ... Kirkjan er klædd að innan með einföldum og ódýrum efnum, þ.e. hraunaðir veggir og hvítkölkuð fura í loftum. Gólf eru með gráum steinflísum. Litir eru ljósir og hlutlausir nema purpuralitur á sessum kirkjubekkja. Við hönnun á innréttinum er reynt að láta efnið njóta sín og öll form höfð einföld og sterk. Innréttingar eins og altari, predikunarstóll og "himinn" þar yfir og kirkjubekkir eru smíðaðir úr furu (límtré) og hvítkalkað. Kirkjan er raflýst með fjöldamörgum nöktum, glærum ljósaperum, sem gefa kirkjunni hátíðlegan blæ, þegar ljós eru kveikt. Við alla hönnun innandyra hef ég leitast við að skapa rólegt andrými um hinar kirkjulegu athafnir. Þessu hef ég reynt að ná fram með ljósi, litum, áferð og efnisvali. ( heimild: http://www.arbaejarkirkja.is/default.asp?content=sidur&pId=63 )</p>

Orgel

Heiti Frá Til
pípuorgel Ekki skráð Ekki skráð
piano Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Guðmundur Ó. Þorsteinsson Prestur, 29.12. 1970-2000
Hjalti Þórðarson Organisti
Sigrún Óskarsdóttir Prestur, 01.05.2001-
Þór Hauksson Prestur, 12.05.1991-

Skjöl

Kertastandur Mynd/jpg
Kross Mynd/jpg
Prestsklæði Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Skírnarskál Mynd/jpg
Séð fram kirkju Mynd/jpg
Séð inn kirkju Mynd/jpg
Viðarkross Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg
Árbæjarkirkja Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.01.2019