Mosfellskirkja Kirkja

<p>Líklegt er, að kirkja hafi snemma risið á Mosfelli, landnámsjörð Ketilbjarnar hins gamla, en einn afkomena hans var, sem kunnugt er, hvatamaður að kristnitöku á Íslandi árið 1000.</p> <p>En orgel kemur ekki í Mosfellskirkju fyrr en laust fyrir síðustu aldamót [1900]. Var þá keypt notað hljóðfæri sem endurnýjað var 1910 eða 1911 með nýju orgeli sem síðan hefur verið notað í kirkjunni til þessa dags. Söfnuðurinn keypti hljóðfærið, en hvatamðaur að kaupnum mun hafa verið séra Gísli Jónsson, sem þá var prestur á Mosfelli, söngvinur og söngmaður góður.</p> <p>Ekki er með vissu vitað, hver var fyrsti organisti Mosfellskirkju, en líklegt er, að það hafi verið Kristín Stephensen, síðar húsfreyja í Laugardalshólum. Aðrir organista kirkjunna hafa verið þessir: Einar Sigmundsson á Helgastöðum í Biskupstungum til 1911, þá Guðmundur Ásmundsson, Apavatni til 1914 og síðar um nokkur skeið Elínborg Gísladóttir á Mosfelli. Næstur kemur Guðlaugur Þórðarson í Vatnsnesi, en 1920 til 1939 var Magnús Eyjólfsson á Þóroddsstöðum organisti, Guðmundur Ásmundsson aftur 1939-1950. Síðan hefur enginn verið þar fastráðinn organisti.</p> <p>Kirkjukórar hafa ekki verið starfandi við kirkjur í Grímsnesi fyrr en upp úr 1950. Á áratugnum 1950-1960 hélt Kjartan Jóhannesson organleikari þrjú söngnámskeið í sveitinni, eina viku í hvert sinn. Síðan hefur kirkjusöngur verið æfður nokkuð, og hafa organistar kirknanna annzt æfingar og söngstjórn.</p> <p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
rafmagnsorgel Ekki skráð Ekki skráð
1. harmonium 1890 Ekki skráð

Fólk

Skjöl

Altari Mynd/jpg
Ljósakúpull Mynd/jpg
Minningarskjöldur Mynd/jpg
Mosfellskirkja Mynd/jpg
Mosfellskirkja Mynd/jpg
Mosfellskirkja Mynd/jpg
Mosfellskirkja Mynd/jpg
Mosfellskirkja Mynd/jpg
Mosfellskirkja Myndband/mov
Númeratafla Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Séð fram kirkju Mynd/jpg
Séð fram kirkju Mynd/jpg
Séð inn kirkju Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.11.2018