Bjarg Heimilisfang

<p>„Jörðin var fyrrum hjáleiga frá Unnarholti og hét áður Bolafótur. En árið 1939 létu þáverandi ábúendur breyta nafninu, og kölluðu hann Bjarg. Í Jarðabók Á. M. segir svo: „Önnur hjáleiga hefir verið í Unnarholtslandi, svo sem stekkjarveg frá bænum, kölluð Norðurhjáleiga, aðrir kölluðu hana Leðurskó, nokkrir vildu hún héti Á Bjargi.“ Jörðin er landlítil og landið, að miklu meiri hluta, blaut mýri. En nokkurt þurrlendi er á bökkum Litlu-Laxár og smá&nbsp;holtum með móagróðri. Sumarhagar eru lélegir og vetrarbeit lítil sem engin. Engjar blautar og rýrar. Ræktunarland lítið nema á framræstum mýrum. Veiðiréttur er í Litlu-Laxá og Stóru-Laxá. Landið er afgirt. Bærinn stendur norðarlega á holtinu, sem Unnarholtshverfið er byggt á og eru fallegir smáklettar heima við.</p> <p align="right">Sunnlenskar byggðir 1, bls. 297. Búnaðarsamband &nbsp;Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Skjöl

Bjarg Mynd/jpg
Bjarg Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.01.2017