Guðríðarkirkja Kirkja

Guðríðarkirkja við Kirkjustétt í Grafarholti var vígð við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands annan sunnudag í aðventu, 7. desember 2008. Ákveðið var að leita nýrra leiða við byggingu Guðríðarkirkju, sem að tryggði söfnuðinum fagurt guðshús þar sem jafnframt væri gætt mikillar hagkvæmni. Kirkjuráð með biskup Íslands í broddi fylkingar hafði forgöngu um slíkt samstarf og er það í fyrsta sinn sem yfirstjórn Þjóðkirkjunnar og einstök sókn vinna svo náið saman að kirkjubyggingu. Hefur Jöfnunarsjóður sókna styrkt kirkjubygginguna myndarlega.

Guðríðarkirkja er fyrsta kirkja á Íslandi sem byggð er í lokuðu alútboði. Fjórir verktakar tóku þátt í útboðinu og varð Sveinbjörn Sigurðsson hf. hlutskarpastur. Arkitektar kirkjunnar eru Þórður Þorvaldsson og Guðrún Ingvarsdóttir hjá Arkþingi ehf . Með Arkþingi ehf. unnu Landhönnun, Almenna Verkfræðistofan, Fagtækni og Trivium ráðgjöf að gerð tillögunnar. Yfirsmiður kirkjunnar er Finnur Jóhannsson.

Við hönnun kirkjunnar var farin sú óvenjulega leið að ramma kirkjuskip og safnaðarsali inn með tveimur görðum. Austurgarðurinn myndar því eins konar þrívíða altaristöflu handan við altarið sem tekur breytingum í takt við árstíðirnar og veitir jafnframt birtu og dýpt inn í kirkjurýmið. Garðarnir eru hannaðir af Hermanni Ólafssyni hjá Landhönnun svo og Pétri Jónssyni og Höllu Hrund Pétursdóttur hjá Landark. Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður hefur hannað flestar innréttingar hússins í samráði við arkitekta hússins og eru stólar, altari, grátur og sálmatafla smíðuð hjá Beyki ehf. Innviðir kirkjunnar eru úr birki sem gefur henni hlýjan og léttan blæ. ( heimild: http://gudridarkirkja.is/sokn/kirkjuhusid/

Orgel

Heiti Frá Til
pípuorgel Ekki skráð Ekki skráð
piano Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl

Altari Mynd/jpg
Garður Mynd/jpg
Garður inni hjá safnaðarheimili Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Guðríðarkirkja Mynd/jpg
Kross Mynd/jpg
Myndir á vegg Mynd/jpg
Númeratafla Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Safnaðarheimili Mynd/jpg
Stólar Mynd/jpg
Séð fram kirkju Mynd/jpg
Séð inn kirkju Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014