Guðríðarkirkja Kirkja
<p>Guðríðarkirkja við Kirkjustétt í Grafarholti var vígð við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands annan sunnudag í aðventu, 7. desember 2008.
Ákveðið var að leita nýrra leiða við byggingu Guðríðarkirkju, sem að tryggði söfnuðinum fagurt guðshús þar sem jafnframt væri gætt mikillar hagkvæmni. Kirkjuráð með biskup Íslands í broddi fylkingar hafði forgöngu um slíkt samstarf og er það í fyrsta sinn sem yfirstjórn Þjóðkirkjunnar og einstök sókn vinna svo náið saman að kirkjubyggingu. Hefur Jöfnunarsjóður sókna styrkt kirkjubygginguna myndarlega. </p><p>
Guðríðarkirkja er fyrsta kirkja á Íslandi sem byggð er í lokuðu alútboði. Fjórir verktakar tóku þátt í útboðinu og varð Sveinbjörn Sigurðsson hf. hlutskarpastur. Arkitektar kirkjunnar eru Þórður Þorvaldsson og Guðrún Ingvarsdóttir hjá Arkþingi ehf . Með Arkþingi ehf. unnu Landhönnun, Almenna Verkfræðistofan, Fagtækni og Trivium ráðgjöf að gerð tillögunnar. Yfirsmiður kirkjunnar er Finnur Jóhannsson.
</p><p> Við hönnun kirkjunnar var farin sú óvenjulega leið að ramma kirkjuskip og safnaðarsali inn með tveimur görðum. Austurgarðurinn myndar því eins konar þrívíða altaristöflu handan við altarið sem tekur breytingum í takt við árstíðirnar og veitir jafnframt birtu og dýpt inn í kirkjurýmið. Garðarnir eru hannaðir af Hermanni Ólafssyni hjá Landhönnun svo og Pétri Jónssyni og Höllu Hrund Pétursdóttur hjá Landark. Reynir Sýrusson húsgagnahönnuður hefur hannað flestar innréttingar hússins í samráði við arkitekta hússins og eru stólar, altari, grátur og sálmatafla smíðuð hjá Beyki ehf. Innviðir kirkjunnar eru úr birki sem gefur henni hlýjan og léttan blæ.
( heimild: http://gudridarkirkja.is/sokn/kirkjuhusid/</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
pípuorgel | Ekki skráð | Ekki skráð |
piano | Ekki skráð | Ekki skráð |
Fólk
Skjöl
![]() |
Altari | Mynd/jpg |
![]() |
Garður | Mynd/jpg |
![]() |
Garður inni hjá safnaðarheimili | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Guðríðarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Kross | Mynd/jpg |
![]() |
Myndir á vegg | Mynd/jpg |
![]() |
Númeratafla | Mynd/jpg |
![]() |
Prédikunarstóll | Mynd/jpg |
![]() |
Safnaðarheimili | Mynd/jpg |
![]() |
Stólar | Mynd/jpg |
![]() |
Séð fram kirkju | Mynd/jpg |
![]() |
Séð inn kirkju | Mynd/jpg |
Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014