Þórscafé Skemmtistaður

<p>Veitingamennirnir Ragnar Jónsson og Baldvin Guðmundsson opnuðu 11. september 1945 skemmtistaðinn Þórscafé á annarri hæð stórhýsis að Hverfisgötu 116 við Hlemmtorg. Húsnæðið var lengi kennt var við Svein Egilsson sem þar rak um tíma bílasmiðju.</p> <p>Samkvæmt blaðafrétt 1958 keypti Brunabótafélag Íslands húseignina við Hlemm 1955 og var leigusamningi skemmtistaðarins þá sagt upp. Ragnar Jónsson reisti þá nýtt hús fyrir Þórscafé að Brautarholti 20, á horni Brautarholts og Nóatúns. Nýja Þórscafé opnaði 22. október 1958 og lék KK-sextett fyrir dansi, Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason sungu. <a href="http://www.ismus.is/i/document/id-210849">Haft var eftir Kristján Kristjánsson síðar</a> að KK-sextettinn sem þarna birtist hafi orðið vinsælasta gerð sveitarinnar. Geta má þess að skemmtistaðurinn Röðull opnaði sama kvöld á næsta horn, Skipholti 19;&nbsp;hafði áður starfað á Laugavegi 89 frá því á stríðsárunum síðari.</p> <p>Í blaðagrein frá 23. nóvember 1958 um hinn nýja skemmtistað segir: „Hinn nýi salur á Þórscafé tekur 300 manns, en gamli salurinn tók 220. Salurinn er mjög rúmgóður og vistlegur, dansgólfið er lagt terrassó, en það er alger nýjung hér á landi, en tíðkast víða á Spáni og ítalíu. Gólfið er mjög fallegt og þægilegt er að dansa á því...“</p> <p>Frjáls verslun lýsir Þórscafé svona 1. september 1975:</p> <blockquote>Þórskaffi að Brautarholti 20 er skemmtistaður án vínveitingaleyfis og þar er ekki seldur matur, en nú er unnið að stækkun staðarins og þegar vibótin verður tekin í notkun, verða þar væntanlega matar- og vínveitingar. Eins og er tekur staðurinn 339 gesti og er opinn fjögur kvöld í viku. Hljómsveitir leika nýju og gömlu dansana. Lágmarksaldur gesta er 16 ár.</blockquote> <p>Þórscafé lagðist sennilega af sem skemmtistaður upp úr 1990...</p>

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.12.2015