Kotstrandarkirkja Kirkja

<p>Kotstrandarkirkja var reist árið 1909. Má telja hana arftaka Reykjakirkju, sem fauk í ofviðrinu 1908, og Arnarbæliskirkju, sem lögð var niður og rifin 1909. Áður en hin nýja kirkja var vígð, var keypt í hana nýtt orgel, vandað hljóðfæri, sem notað hefur verið fram á síðustu ár.</p> <p>Fyrsti organisti Kotstrandarkirkju var Sigurður Steindórsson frá Egilsstöðum, sem fyrr er getið, og gegndi hann starfinu til 1915. Þá tók við Lovísa Ólafsdóttir frá Arnarbæli, og hefur hún verið organisti Kotstrandarkirkju síðan.</p> <p>Forystumaður í söng í kirkjum í Ölfushreppi var séra Ólafur Magnússon, prófastur í Arnarbæli, eftir að hann fluttist þangað 1903 og meðan hans naut þar við (hann lét af prestsstörfum 1/1 1940). Hann hófst fljótt handa í þeim efnum, boðaði ungt fólk heim til sín að Arnarbæli og stofnaði kór úr beztu söngröddunum og æfði hann af sinni alkunnu smekkvísi og dugnaði. Þannig myndaðist vísir að kirkjukórum Kotstrandar- og Hjallakirkna, sem organistar kirknanna tóku síðan við og stækkuðu og æfðu. En aflið sem bak við bjó, var þó Arnarbælispresturinn, sem sífellt var hvetjandi og leiðbeinandi. Sjálfur var séra Ólafur annálaður söngmaður.</p> <p>Kirkjukór Kotstrandarkirkju annaðist um skeið söng i Hjallakirkju og nefndist þá Kirkjukór Ölfunsinga, eða fram til 1956, er Söngfélag Þorlákshafnar tók við því hlutverki, sem fyrr er á minnzt.</p> <p>En Kirkjukór Kotstrandarkirkju hefur auk kirkjusöngs, æft sum árin undir opinbera samsöngva. Hefur Jón H. Jónsson skólastjóri þá æft kórinn.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. harmonium 1909 Ekki skráð
1. pípuorgel 1968 Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014