Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarskóli

<p>Tónlistarskóli Ísafjarðar er einn af elstu tónlistarskólum landsins. Hann var stofnaður árið 1948 að tilhlutan Tónlistarfélags Ísafjarðar og þó einkum fyrir frumkvæði Jónasar Tómassonar, tónskálds, organista og bóksala á Ísafirði.</p> <p>Markmið skólans hefur frá upphafi verið að veita almenna tónlistarfræðslu, einkum í hljóðfæraleik, og vinna að eflingu tónlistarlífs á Ísafirði með ýmsu móti. Í reglugerð skólans segir m.a. að skólinn skuli:</p> <ul> <li>kenna sem flestar greinar tónlistar, þar sem börnum, jafnt sem fullorðnum, gefst kostur á að stunda tónlistarnám</li> <li>efla sköpunargleði og hugmyndaflug nemenda</li> <li>leggja áherslu á félagslegt gildi tónlistariðkunar með þátttöku nemenda í samleik, kór- og hljómsveitarstarfi</li> <li>búa nemendur undir framhaldsnám í tónlist</li> </ul> <p>Engin skilyrði eru sett um aldur né tónlistarkunnáttu, en námið krefst góðrar ástundunar og heimavinnu. Í tónlistarnámi eru kennslustundir færri og heimavinna meiri en í almennum skólum, enda er áhugi og stuðningur fjölskyldunnar við tónlistarnemann ómetanlegur og raunar ómissandi...</p> <hr size="1" style="norshad" color="#000000" align="left" width="50%"> <p>The Ísafjörður Music School is one of the oldest music schools in Iceland, where the music tradition is quite young by European standards. It was established in the year 1948 by the Isafjordur Music Society and at the initiative of Jonas Tomasson sr., organist, composer and bookseller in Isafjordur.</p> <p>Jonas hired Ragnar H. Ragnar, an Icelandic pianist who was living in the United States, as the first director of the school. Consequently Ragnar moved his family to Isafjordur where he launched a school which soon became well-known in the Icelandic music life, especially for excellent piano teaching. Many of his piano students have become prominent pianists and musicians. Ragnar directed the school for 36 years, in the last years with the assistance of his wife Sigridur Jonsdottir Ragnar. Since 1984 his daughter, Sigridur Ragnarsdottir, has directed the school, which has grown and developed considerably during this time.</p> The Ísafjörður Music School is now active in 4 separate communities in Northwestern Iceland (Ísafjörður, Suðureyri, Flateyri and Þingeyri). Registered students are over 250 and the school has 20 teachers on various instruments, singing and theoretical subjects...</p> <p align="right">Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Ísafjarðar.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.03.2021