Syðri-Bægisá

Bægisárkirkja er í Möðruvallaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Timburhús reist 1858. Höfundur Sigurður Pétursson timburmaður á Akureyri. Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989. Þekktasti íbúinn er vafalaust sr. JÓN þorláksson, skáld og þýðandi en um hann segir EYÞÓR RAFN GISSURARSON: Séra Jón Þorláksson, löngum kenndur við Bægisá, var af vestfirskum uppruna og orðinn 44 ára þegar hann fluttist norður. Hann er minnst sem brautryðjanda í ljóðlist og fyrir að hafa þýtt Paradísarmissi Miltons á íslensku. JÓN ÞORLÁKSSON fæddist í Sel árdal í Arnarfjarðardölum, 13. desember 1744. Faðir hans hét Þorlákur Guðmundsson og stundaði preststörf en var dæmdur af prestskap 1749 vegna þess að hann var drukkinn við guðsþjónustu og fór allt í svo miklum handaskolum við embættisstörfin að hneyksli mátti heita. Móðir Jóns hét Guðrún Tómasdóttir úr Tálknafirði, og var faðir hennar einn af hinum svonefndu Sellátrabræðrum sem voru annálaðir um Vestfirði og víðar fyrir frábæra burði, harðfengi og karlmennsku.

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Árni Jóhannsson Uppruni

Tengd hljóðrit


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.03.2013