Tungufell Heimilisfang

<p>Tungufell er landmikil jörð, um 3000 ha. Hún er, ásamt Jaðri, efst í sveitinni vestanverðri og liggur að afrétti. Landið er þurrlent og mikið af góðu ræktunarlandi. Haglandi er víðáttumikið, grasgefið og gott til beitar. Gróður fjölbreyttur og hvarvetna góð skjól. Nokkur uppblástur er á landi, sem næst liggur afrétti, innan við afréttargirðingu sveitarinnar. Allstórt skóglendi fylgi jörðinni. Í Heklugosti 1693 spilltist Tungufellsland mjög af vikurfalli. Í Jarðabók Á. M. segir svo: „Þessi jörð er ein af þeim, sem vikur úr Heklu yfirgek, og hlaut skógurinn þar yfirvættisskaða.“ Landið er ekki afgirt, en girðingar eru til fjárvörslu haust og vor. Veiðréttur er í&nbsp;Dalsá og Hvítá. <a href="http://www.ismus.is/i/location/id-1003983">Kirkja</a> hefur lengi staðið í Tungufelli. Er&nbsp;nú annexía frá Hruna, en áður var henni lengi þjónað frá Reykjadal. Eyðibýlið Skógarkot er í Tungufellslandi. Þar var síðast &nbsp;búið um aldamótin 1700. Bærinn stendur framan undir samnefndu felli, ofarlega í tungunni milli Dalsár og Hvítár.</p> <p style="text-align: right;">Sunnnlenskar byggðir I, bls. 216. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 6

Nafn Tengsl
Árni Jónsson Heimili
Einar Jónsson Uppruni og heimili
Jón Einarsson Heimili
Kolbeinn Þorsteinsson Uppruni
María Þórunn Jónsdóttir Heimili
Ólafur Jónsson Uppruni og heimili

Skjöl

Tungufell Mynd/jpg
Tungufell Mynd/jpg
Tungufell Mynd/jpg
Tungufell Mynd/jpg
Tungufell Mynd/jpg
Tungufell Mynd/jpg
Tungufell Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014