Hótel Ísland Tónleikastaður

<p>Hótel Ísland var hótel sem stóð við Aðalstræti frá 1882 til 1944 þegar það brann til grunna í eldsvoða nóttina 3. febrúar.</p> <p>Hótel Ísland var í raun nokkur timburhús sambyggð og stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis þar sem nú er Ingólfstorg. Lóðin náði þá út í allan reitinn milli Austurstrætis, Aðalstrætis, Veltusunds og Vallarstrætis. Áður hafði staðið þar pakkhús frá um 1790 en eftir aldamótin 1800 var það rifið og Einar Jónsson reisti þar tvö bindingsverkshús, íbúðarhús og verslun. Jafet Johnson, sonur hans, seldi R. P. Tærgesen kaupmanni eignina 1845 og hann lét reisa vöruskemmu hinum megin við húsin á horni Vallarstrætis og Veltusunds. Hann dó 1875 en 1879 giftist ekkja hans Johani Hallberg skipstjóra sem byggði tvílyft stórhýsi áfast gamla húsinu Austurstrætismegin og hóf þar veitinga- og hótelrekstur 1882. Skömmu síðar tók hann upp nafnið Hótel Ísland...</p> <p align="right">Texti af Wikipeida-síðu um Hótel Ísland.</p> <p>Í grein sem Theódór Árnason skrifaði í Vísir. 19. apríl 1942 segir hann frá því að Pétur Þ. J. Gunnarsson stórkaupmaður, þá ungur maður, hafi tekið að sér framkvæmdastjórn á Hótel Íslandi og ráðið Oscar Johansen, danskan fiðluleikara, til að skemmta gestum hótelsins. Pétur sagði frá því síðar að hann hafi farið til Kaupmannahafnar ásamt Sigvaldi Kaldalóns og eftir mikla leit fundið Oscar og ráðið hann til starfans.</p> <p align="right">Jón Hrólfur (9. júlí 2015)</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Oscar Johansen Fiðluleikari, 1909-1912

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Þorsteinn Jóhannesson uppfærði 13.11.2015