Eyrarbakkakirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Eyrarbakkakirkja&filter=1023&typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>Kirkja var fyrst reist á Eyrarbakka árið 1890 og var vígð það ár. Orgel í hina nýju kirkju gaf Lefolii, kaupmaður á Eyrarbakka, en fyrsti organistinn mun hafa verið Jón Pálsson, organisti frá Stokkseyri, sem litlu síðar fluttist til Eyrarbakka og átti þar heima til 1903, en það ár fluttist hann til Reykjavíkur og átti síðan heima þar til æviloka. Eugenia Nielsen, dóttir Guðmundar Thorgrímsen, mun hafa gegnt organistastörfum öðru hverju í fjarveru Jóns Pálssonar, og einnig Guðmunda, dóttir hennar, en hún var aðeins 12 ára, þegar hún hljóp fyrst í skarðið fyrir organistann.</p> <p>Þegar Jón Pálsson fluttist burt, tók Guðmundur Ólafsson í Móakoti við organistastarfinu og gegndi því í 10 ár. 1913 tók Helgi Hallgrímsson frá Grímsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum við organistastarfinu og gegndi því til 1917, en þá tók Guðmunda Nielsen við og hafði starfið á hendi nær óslitið til 1923. Þó mun Guðmunda Bergmann öðru hverju hafa gripið í það í fjarveru Guðmundu Nielsen.</p> <p>Kristinn Jónasson tók við organistastarfinu 1923 og gegndi því til ársins 1965. Tók þá við því þýzt kona, Rut Magnúsdóttir, húsfreyja á Eyrarbakka og hefur gegnt því síðan.[1975]</p> <p>Allt frá fyrstu dögum Eyrarbakkakirkju hefur þar verið æfður kirkjusöngur. Jón Pálsson var því vanur frá Stokkseyri, og er það í frásögur fært, að hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar hafi verið sungnir í Eyrarbakkakirkju tveimur árum fyrr en þeir voru fyrst sungnir í dómkirkjunni í Reyjavík. Á organistaárum Guðmundu Nielsen mun þó kirkjusöngur á Eyrarbakka orðið hvar rismestur. Hjálpuðust þar margir að, meðal annarra Pálína Pálsdóttir, sem verið hefur formaður sóknarnefndar í nærri 40 ár, en hefur nú nýlega látið af því starfi.</p> <p>Heimild: Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1948 1995
1. harmonium 1890 1901
2. pípuorgel 1995 Ekki skráð
2. harmonium 1901 1948

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 8.01.2019