Sjá skráningu í Sarpi

- Kirkja - Borgarfjarðarprófastsdæmi / Garðaprestakall" /> Sjá skráningu í Sarpi

- Kirkja - Borgarfjarðarprófastsdæmi / Garðaprestakall" />

Akraneskirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Akraneskirkja&amp;filter=1023&amp;typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>27. febrúar 1880. Garðakrikja á Akranesi, Íslands biskup.</p> <p>Samkvæmt tillögu yðar herra prófastur, í þóknanlegu brjefi dags. 2. þ.m. skal hjer með prestinum að Görðum á Akranesi eptir bón hans í brjefi 18. fm. leyft að verja alt að 250 kr. af sjóði Garðakirkju til að kaupa fyrir orgel í han,a þó er leyfi þetta bundið þeim skilyrðum: að orgelið sje gott og vel vandað, að innkaup og flutningur á því og annað slíkt verði án nokkurra útgjalda fyrir kirkjuna og hafa samkvæmt bónarbrjefinu kaupmenn á Akranesi boðist til að annast um þetta endurgjaldlaust að hlutaðeigandi söfnuður útvegi og launi hæfilegan mann til að stýra organslættinum og kveðst beiðandi í brjefi sínu eiga þess vissa von að söfnuðurinn sje fús til þess. Þetta tilkynnist yður hjermeð herra prófastur til þóknanlegar leiðbeiningar og frekari auglýsingar. P. Pjetursson.</p> 31. ágúst 1880 – Íslands biskupsdæmi. <p>&nbsp;</p> <p>Með þóknanlegu brjefi dagsettu 24. þ.m. hafið þjer herra próastur sent mjer bréf frá prestinum að Görðum á Akranesi, séra Jóni Benediktssyni, þar sem hann fer þess á leit: Að hann framvegis megi brúka sterinljós í kirkjunni, og að verja meigi 188 kr. 33au. af fje kirkjunnar til að koma fyrir orgeli í henni.</p> <p>Þar eð það mun litlu dýrara að hafa í kirkjunni sterinljós, en tólgarljós, þá er það hjer með leyft. En að því er snertir hitt atriðið þá skal jeg geta þess, að í mörgum kirkjum, sem smáorgel eru komin í hefur þeim þannig verið fyrir komið, að í kórnum eða rjett fyrir framan kórinn hefur orglið verið sett á pall með grindum í kring og kostar sá umbúningur ekki meira en fjórða hluta þess kostnaðar,er hjer er farið fram á. Jeg vil því biðja yður að leiða athygli beiðandans að, hvort þessu mundi ekki mega við koma í Garðakirkju og með því móti komast hjá miklum kostnaðir. Þar sem annars kirkja þessi hefur lagt 250 kr.til að kaupa orglið þá ætti það vel við að sóknarmenn tækju þátt í kostnaði þeim er umbúnaður þessi hefur í för með sjer, og mjer þykir mjög líklegt að þeir yrðu fúsir til þess, ef presturinn færi þess á leit, og þjer herra prófastur, veittuð því yðar góðu meðmæli. Þetta er yður tjáð til leiðbeiningar og frekari ráðstöfunar. P.Pjetursson.</p> <p>25. febrúar 1991. Safnaðarfundargerð</p> <p>Sömuleiðs var rætt um að einkum þyrfti að ráða bót á kirkjugöngum og altarisgöngum í söfnuði þessum, og áleit fundarmenn að til þess væri nauðsylegt að fá hið nýja orgel í kirkjuna, og útvega organleikara. Lagði þá einn fundarmanna fram brjef frá Snæb. kaupmanni Þorvaldssyni þar sem hann kveðst geta útvegað organleikara fyrir 70 kr. um árið og fer hann fram á, að sá kostnaður, sem til þess þarf að koma orgelinu fyrir í kirkjunni og launin handa organistanum, verði borgað af kirkjusjóði. Fundurinn afrjeð því að rita prófasti um það hvort eigi væri sjálfsagt að nota þær 42 kr. sem orgelið kostaði minna, en biskup hafði leyft að taka af sjóði krikjunnar fyrir það, til þess að koma því fyrir í kirkjunni. En presturinn lofaði að sjá um að búið yrði að koma orgelinu fyrir í kirkjunni fyrir 14. maí næstkomandi. Fundurinn afrjeð og að leita leyfis biskups um það, að launa mætti organistanumaf sjóði krikju ef eigi að öllu leyti, þá að hálfuu eða nokkru... . Þar eð jeg til víst að hin heiðraða safnaðarnefnd Garðasóknar strax á fyrsta fundi sínum tæki til íhugunar og umræðu hver brýn nauðsyn sje að koma sem fyrst í gang organslætti í kirkjunni við mesugjörðina leyfi jeg mjer hjer með sem einn af meðlimum safnaðarins aðsenda nefndinni álit mitt um þetta efni.</p> <p>Nefndinni mun vera kunnugt, að orgelið nú er komið til mín, og jeg pantaði það og lagði fyrirfram út peninga fyrir það, semjeg nú hefi fengið borgað af kirkjunnar fje í millireikning við prestinn, en sjálfur hefi jeg borgað frá mjer, og gefið eptir allan flutningskostnað hingað frá Khöfn. sem nemur nær 30 kr. Síðastliðið haust ætlaði Sveinn frá Innrahólmi að reyna að læra í Reykjavík til þess að spila hjer í kirkjunni en nú er hann kominn aptur vegna heilsuleysis og kveðst eigitreysta sjer til að halda lengra út í þetta nám. Söfunðurinn á fulla heiting á, að þetta aðgjörðarleysi verði ekki látið lengi standa. Hann veit að orgelið er geymt hjá mjer, en jeg sleppi því ekki undir þessum kringumstæðum fyrr en undirbúningur er gjörður til þess að það verði sett í kirjkuna og notað þar við messugjörðina, en þetta þarf því fyrr að gerast sem það mun óhætt að fullyrða, að allur fjöldi safnaðarins bíður með kirkjugöngur sínar, eptir orgelsöngnum í kirkjunni. Jeg veit að hinn heiðruðu safnaðarnefnd er þetta allt saman fullkunnugt, og jeg vona að hún vilji ráða bót á því. En það kostar fje. Jeg ímynda mjer að það megi koma orgelinu fyrir með 30 kr. tilkostnaði. Organist útlærður mun mega fá fyrir 70 kr um árið. Þar eð kirkjan á nokkuð i sjóði sýnist vera sjálfsagt að borga beri af hennar fje tilkostnaðinn við að koma fyrir orgelinu eins og hverja aðra breytingu, sem nauðsynlega kunni að þurfa að gjöra á kirkjunni. Og fyrir mitt leyti, er jeg á sama máli um organistalaunin. Jeg borga ánægður hið nýtilskipaða kirkjugjald ef organistinn er launaður af kikjufje, en hitt er of mikil kúgun að heimta að söfnuðurinn borgi sjer á parti messugjörðin – organsleikaranum. Að endingu mælist jeg fastlega til þess að hin heiðraða safnaðarnefnd verði á einu máli um það að taka af kirkjufej kostnað þann sem leiðir af að koma fyrir orgelinu og launa organista fyrir næstkomandi fardagaár í von um að hið æðra kennivald síðar veiti heimild sína til þess; en færi svo ótrúlega að hið æðra kennivald ekki vildi gera það, verð jeg á álíta að safnaðarnefndin og söfnuðurinn i þessu máli hvorki þurfi nje eigi að fara eftir bókstafnum sem deyðir. 24. febr. 1881. Með viðringu. Snæbj. Þorvaldsson.</p> <p>12. maí 1881. Íslandsbiskupsdæmi.</p> <p>Með tilliti til þess, að Garðasóknarmenn Akranesi hafamikinn kostnað við barnaskóla, eiga enn mikið ógjört við barnaskólahúsið á Skaganum en hafa í hyggju að koma upp öðrum barnakskóla fyrir innnesinga, er hjer með samkvæmt tillögum yðar, herra prófast í þóknanlegu brjefi frá 19.fm. prestinum að Görðum eptir bæn hans í brjefi 28 .febr. þ.á. , veitt leyfi til að verja á hverju ári í þrjú ár allt að 50 kr. af fje Garðakirkju til þess með þeim að launa organista fyrir að leika á smáorgel við guðsþjónustu í kirkjunni. Þetta skal jeg hjer með þjenustusamlega biðja yður að kunngjöra hlutaðeiganda, um leið og jeg læt yður vita að jeg samþykki þá ráðstöfun af af þeim 42 kr. er afgangs urðu af fje því, 250 kr, er á sínum tíma var veitt af fje kirkjunnar til smáorgelskaups. sje allt að 30 kr. verið til þess að koma orgelinu fyrir á framlopti kirkjunnar. P. Pétursson.</p> <p>Reikningar. 1880-1881: Nýtt orgel harmonium. 208.00 - Visitasían 30. júní 1881.: ..Kirkjan er vel hirt og hefur nú fengið Harmonium, sem afgrit er á loptinu. 1883. Organistaaun. 50.00 1885. Organistalun 50.0 - Aths. við reikning. Biskup hefir, venga sérstakra atvika, veitt leyfi til, að af kirsjóði væri í 3 ár greidd organistalaun, 50 kr. á ári. Hið síðast af þessum árum var 1884-1885. Vantar því enn heimild til, að telja organistalaun kirkjunni til útgjalda í þessum reikningi. 1886. Organistalaun. 50.00</p> <p>1. nóvember 1886, Biskupinn yfir Íslandi.</p> <p>Safnaðarnefnd garðasónar á Akranesi hefur með brjef frá 23. fm. farið þess á leit við mig að endurnýja leyfi það, er jeg veitti með brjefi 12. mái 1881, verja mætti á hverju ári í næstu 3 ár 50. kr. af Garðakirkju til að launa með organistanum. Leyfi þetta hefur eins og þjer herra prófastur hefið athugað, verið notað um lengri tíma en það í fyrst var veitt, og vil jeg eptir kringumstæðunum ekki finna að því, og sömuleiðs vil jeg eptir ósk safnaðarnefndarinnar, sem nú hefur í hendi alla umsjón og fjárhald kirkjunnar, veitasamþkki mitt til þess, að organistalunin verði fyrst um sinn greidd, eins og að undaförnu með 50 kr. á ári af sjóði kirkjunnar, meðan hún hefur hinum sömu tekjum eða meiri og hún hefur nú, og þjer, hera prófastur, og hjerasfundurinn finur ekkert athugavert við það. Þetta vilduð þjer birta hlutaðeigendum. P.Pjetursson</p> <p>1887. Organistalaun. 50.00 1888. Engin organistalaun :Aths. til sóknarnefndar frá Héraðsfundi 7. sept. 1888. „Um gjaldlið 6 (organistalaun 50. kr.). var sú ályktun gjörð að hann skyldi standa í þetta sinn, gegn því að sóknarnefndin sem meiri hlutinn af var viðstaddur, lýsti því yfir, að hún skyldi gjöra allt sem í hennar valdi stæði til þess að slýkt gjald komi eigi optar sem gjaldagrein kirkjunnar.</p> <p>22. des. 1888.</p> Biskupinn hefir 19. fm. ritað mjer þannig: Í tilefni af því að söngfróður prestur fyrir skömmu kvartaði undan því í blaði að hin nýj sálmabók kæmi eigi að fullum notum vegna þess, að eigi væri hér til nótur fyrir allmörg lög í bókinni, hef eg átt tal við útgefandann, bóksala Sigfús Eymundson hvert hann eigi teldi sér fært, að bæta úr þessu. Nú hefir hann brjeflega tjáð mér, að svo fáir áskrifendur hafa komið á boðsbréf sitt til slíkrar lagabókar, er hann útsendi í febrúar 1882, að hann hafi eigi enn getað ráðist í að láta prenta hana, sem er ærið kostnaðarsamt, en nú segist hann, fái hann að minnsta kosti 300 áskrifendur mundu ráðst í að prenta hana og ætti slík bók eptir boðsbréfi hans að vera 10 arki í stærð 40, ná yfir ein 70 lög og kosta 3 kr. fyrr áskrifendur. <p>&nbsp;</p> <p>Þar sem ég verð að álíta að slík lagbók stuðlaði til þess, að hin nýja sálmabók, sem allstaðar að kalla hefir fengið hinar bestu viðtökur komi af enn betri andlegum notum í söfnuðum, hefir mjer virst ástæða til að hlynna að því að hún geti komið út, vil jeg því mælast til þess, að þér, herra prófastur vildu með umburðarbréfi spyrjst fyrir um það hjá prestum og kirkjuhöldurum í yðar prófastsdæmi, hvort þeir óskuðu ekki að fá slíka lagbók yfir hin áður óþekktu lög nýju sálmabókarinnar og á hve mörg exemplar handa sér, og eða krikjunni, og vilduð þér síðan við fyrsta hentugleika skýra mér frá, hver árangur hefði orðið, og það þannig, að útgefandinn , ef til útgáfu kemur, gæti haft gagn af því við úsendingu bókarinnar til sölu."</p> <p>Þetta bréf biskupsins tilkynni eg yður herra prestur hér með og bið yður að tilkynna það kirkjuhöldurum í prestaköllum yðar, og láta mig síðan við hentugleika fá að vita undirtektir yðar og þeirra undir það. Ég ætla að bók þessi mundi vera mjög þörf og að vert sé að mæla með henni. Guðmundur Hegason.</p> <p>6. apríl 1889</p> ...Bréf þetta barst mér 6. apríl 1889; jeg hef talfært efni þess við sóknarnefndarmenn Garðasóknar og munu þeir kaupa 1 expl. labókarinnar til kirkjunnar; auk þess er mjer kunugt, að aðrir sóknarmenn hafa pantað bókina hjá útgefenda hennar .... Jón Sveinsson. <p>&nbsp;</p> <p>27. júní 1889.</p> ...hér með skal ég leyfa mér að tilkynna yður herra prófastur, að ég hef enga áskrifendur fengið á lagabók þeirri, sem herra bóksali Sigfús Eymundsson hafði í hyggju að gefa út, mest af því að von er á sams konar lagbók ódýrari frá herra organista Jónasi Helgasyni í Reykjavík. Virðingarfyllst, Hesti 27. júní 1889. Arnór Þorláksson. .... <p>&nbsp;</p> <p>1889. -Fylgiskjal: Eptirstöðvar af launum mínum sem organisti við Garðakirkju árið 1889 hef jeg fengið greiddar að upphæð 15 kr. ......1. júní 1890. Vilhj. Guðmundsson.</p> <p>1890. - Fylgiskjal. Fyrir ferðir upp að Görðum og spila við guðsþjónustugjörði á árinu 1890. 53.00. Hjer uppi hef jeg meðtekið frá safnaðanemdarmanni M. Ólafssyni 30.00. .... Vilhj. Guðmundsson organisti.</p> <p>1890. 4. sept. Með því vér sjáum oss ekki fært framvegis að hafa innköllun á launum organistans á hendi, þar söfnuðurinn er algjörlega frábitinn, að leggja á sig þá útgjaldagrein í viðbót við önnur kyrkjugjöld, og með því að lög 22. maí þ.á. heimila að taka megi organistalaun af fé kirkjunnar með samþykki héraðsfundarins, er það hér með beiðni vor að hinn heiðraði héraðsfundur gefi samþykki sitt til að laun organistans verði framvegis tekin að öllu leyti af sjóði Garðakyrkju þær 50-60 krónur á ári. Sónknarnenfind í Garðasókn 4. sept. 1890. Kristjðán Guðmundsson.</p> <p>1891. Héraðsfundargerð 28. febr. 1891</p> <p>„Fram var lögð beiðni fra sóknarnefndinni í Garðasókn dags. 4. sept. f.á. um að leyfi héraðsfundarins fáíst til þess að organistalaunin að Garðakirkju verði framvegis teknar að öllu leyti af sjóði kirkjunnar, þá 50-60 kr á ári. Var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum að leyfi veitist þannig, að fyrir árið 1890 og framvegis fyrst um sinn, sé organistanum borguð af sjóði kirkjunnar 1 kr. fyrir hverja ferð hans til kirkjunnar til messugjörðar. Samykki þetta er því skilyrði bundið að það verði samþykkt á löglegum safnaðarfundi í hinni tilvonandi Innra-Hólms sókn að söfnuðurinn taki að sér að koma upp kirkjunni og útvega henni áhöld þau er hún nauðsynlega þarf og síðan hafa á hendi umsjón og fjárhald hennar. “.</p> <p>-Fylgiskjal. Að hr. kaupmaður Böðvar Þorvaldsson hafi borgað mjer uppí orgnaistalaun mín fyrir árið 1891. 26 krónur. Akranesi 13. 7. 1891. Vilhj. Guðmundsson.</p> <p>- Fylgiskjal. Reikn. ti Garðakirkju á Akranesi. Fyrir að fara 52 ferðir upp að Görðum og halda uppi orgelspili á árinu 1891 -1 kr. fyrir hverja ferð. 52.00. Þar upp í hefur safnaðarnefndarmaður Böðvar kaupmaður Þorvaldsson borgað mér 26.00. Akranesi. 31.12. 1891. V. Guðmundsson.</p> <p>1892. – Organistalaun 39.00 -Fylgiskjal. Fyrir að halda uppi söng við kirkjan árið 1892. 39.00. Vilhj. Guðmundsson.</p> <p>1893. Organistalaun. 39.0 - Fylgiskjal. ... Vilhjalmur Guðmundsson</p> <p>1894. Organistalaun. 35. - Fylgiskjal. Vilhj. Guðmundsson</p> <p>Akraneskirkja Garðakirkja var lögð niður með bréfi frá landshöfðingja 11. sept. 1894 og munir hennar fluttir til Akraneskirkju, sem vígð var 23. ágúst 1896. ;Heimild: Visitasíubók prófasts 1896-1911 í Þjóðskjalasafni AA/13</p> <p>1901 : Borgað Ármanni Þórðarsyni organistagjald. 53.70</p> <p>Visitasía 18. júlí 1903. ...Nýtt orgel hefir verið keypt til kirkjunnar fyrir c. 370 kr. Uppí þann kostnað var selt gamalt orgel kikjunnar fyrir 62 kr. en hinum liðugum 300 kr. er ávöntuðu var skotið saman með gjöfum frá sóknarmönnum.</p> <p>Visitasía 19011. ... Kirkjan á harmonium og er það notað....</p> <p>1924. Visitasía prófasts....Síðan um síðustu skoðun hafaverið sett í kirkjuna miðstövarhitunartæki, er kostuðu á 3 þús. krónur og hafa reynst vel. Ennfremur hefir kirkjunni bæst nýtt orgel er kostaði einnig á 3. þús. krónur og er hvorttveggja fengið með frjálsum samskotum safnaðarmanna.</p> <p>1925. Kostn við söng. 120.00</p> <p>1925. Visitasía prófasta. ...Enfremur hefur fyrir forgöngu organistan, Ólafs kaupmanns Björnssonar verið stofnaður svonefndur Sönglistarsjóður Akranesskirkju, sem ávaxgtast ásamt því sem viðbætist í Söfnunarjóð Íslands, þar til að hægt verður að kaupa til Akranesskirkju vandað pípuorgel og launa organista og söngflokki og styðja að fögrum krikjusöng á annan hátt. Hefur sjóðnum áskotnast um kr. 400 á þessu ári.</p> <p>Heimild: Safnaðarfundargerðir Akranesskirkju.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1960 1987
2. pípuorgel 1988 Ekki skráð
2. harmonium 1924 1960
1. harmonium Ekki skráð 1903

Fólk

Færslur: 39

Nafn Tengsl
Ármann Þórðarson Organisti, 1895-1902
Benedikt Kristjánsson Prestur, 03.12. 1856-1858
Björn Jónsson Prestur, 16.12. 1974-1997
Brandur Prestur, "15"-"15"
Prestur, "15"-"15"
Eðvarð Ingólfsson Prestur, 19.09.1997-
Egill Hallsson Prestur, 1569-
Einar Oddsson Prestur, 06.06.1732-1743
Eyjólfur Arnþórsson Prestur, 1593-1630
Friðrik Friðriksson Prestur, 04.06. 1932-30.09. 1932
Gestur Þorláksson Aukaprestur, 12.10.1775-1782
Grímur Bergsveinsson Prestur, 1628-1669
Hallgrímur Jónsson Prestur, 02.11.1797-1825
Hannes Stefánsson Stephensen Prestur, 08.11.1825-1856
Hannes Stephensen Stefánsson Prestur, 08.11. 1825-1856
Haukur Guðlaugsson Organisti, 1960-1982
Jón Benediktsson Prestur, 23.05. 1865-1885
Jón Einarsson Prestur, 1559-1569
Jón Grímsson Aukaprestur, 04.08.1782-
Prestur, -1797
Jón Grímsson Aukaprestur, 1651-1665
Prestur, 1670-1684
Jón Jónsson Prestur, 27.04.1684-1718
Jón Jónsson Prestur, 1547-
Jón Jónsson Prestur, 1684-1718
Jón M. Guðjónsson Prestur, 16.07. 1933-1934
Prestur, 04.07. 1946-1975
Jón Sveinsson Prestur, 24.04. 1886-1921
Jón Þorvarðsson Prestur, 08.05.1858-1862
Jón Þorvarðsson Prestur, 30.09. 1932-1933
Magnús Runólfsson Aukaprestur, 22.03. 1945-1946
Ólafur B. Björnsson Organisti
Ólafur Brynjólfsson Prestur, 1745-1782
Petrea Guðmundína Sveinsdóttir Organisti
Ragnar Benediktsson Prestur, 09.02. 1941-30.06. 1941
Sigurður Jónsson Prestur, 12.10.1730-1735
Snorri Jónsson Prestur, 01.02.1719-1730
Snorri Jónsson Prestur, 16.öld-16.öld
Stefán Stephensen Stefánsson Prestur, 11.06.1862-1864
Þorkell Prestur, "16"-"16"
Þorsteinn Briem Prestur, 25.07. 1921-1946
Þórður Böðvarsson Prestur, -"13"
Þórður Skúlason Prestur, 1143-

Skjöl

Akraneskirkja Mynd/jpg
Akraneskirkja Mynd/jpg
Akraneskirkja Mynd/jpg
Akraneskirkja Mynd/jpg
Akraneskirkja Mynd/jpg
Akraneskirkja Myndband/mov
Altari Mynd/jpg
Altaristafla Mynd/jpg
Biblía Mynd/jpg
Gjafabréf Mynd/jpg
Hurðarskreyting Mynd/jpg
Kertastjaki Mynd/jpg
Ljós Mynd/jpg
Ljós Mynd/jpg
Mynd á vegg Mynd/jpg
Mynd á vegg Mynd/jpg
Númeratafla Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Skagakirkja Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Stólar Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna af kirkjulofti Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna af kirkjulofti Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna af kirkjulofti Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.12.2018