Safnakirkjan á Akureyri Kirkja

<p>Hér stóð áður fyrsta kirkjan á Akureyri. Hún var byggð á árunum 1862-63 eftir teikningum Jóns Chr. Stephánssonar, timburmeistara, sem jafnframt annaðist byggingu hennar. Kirkjan var vígð þann 28. júní 1863 en fram að þeim tíma sóttu Akureyringar kirkju að Hrafnagili. Kirkjan þjónaði Akureyringum fram til 1940 er ný kirkja var vígð. Gamla kirkjan var þá lögð af sem guðshús. Á stríðsárunum fékk breska setuliðið afnot af henni, en hún var síðan rifin veturinn 1942-43. Á þeim árum var mikill timburskortur og var viðurinn úr kirkjunni notaður við byggingu ýmissa húsa bæði á Akureyri og í nálægum sveitum.</p> <p>Kirkjan sem stendur hér nú var byggð árið 1846 að Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Smíði hennar annaðist Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni sem var annálaður smiður. Kirkjan var notuð fram til ársins 1957 er ný kirkja var vígð að Svalbarði. Árið 1963 eignaðist Minjasafnið kirkjuna og var hún flutt til Akureyrar haustið 1970 og sett niður á gömlu kirkjulóðinni. Árið eftir hófust endurbætur á kirkjunni og var hún síðan endurvígð þann 10. desember 1972. Kirkjan er gott dæmi um hinar litlu og íburðarlausu en stílhreinu timburkirkjur sem reistar voru víða í sveitum um miðja síðustu öld. </p> <p>Heimild: Upplýsingatexti við kirkjuna.</p>

Orgel

Heiti Frá Til
Safnakirkjan Akureyri Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl

Altaristafla Mynd/jpg
Bekkur Mynd/jpg
Klukkur Mynd/jpg
Ljósahjálmar Mynd/jpg
Ljósakróna Mynd/jpg
Predikunarstóll Mynd/jpg
Safnakirkjan Mynd/jpg
Safnakirkjan Mynd/jpg
Safnakirkjan Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna Mynd/jpg
Séð fram kirkjuna Mynd/jpg
Séð inn kirkjuna Mynd/jpg
Séð ofan af kirkjulofti Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014