Syðra-Langholt II Heimilisfang

Jörðin er stór og landið algróið og mest af því grasgefið. Að meiri hluta er landið þurrlendi með valllendisgróðri. Ágætir sumarhagar. Engjalönd voru rýr og slægjur reytingssamar. Vetrarbeit ekki teljandi. Ræktunarland er mikið og gott, bæði á þurru mólendi og valllendi og á framræstu mýrlendi. Gnægð er af heitu vatni eftir borun 1976. Veiðiréttur er í Stóru-Laxá. Á þessar jörð hefur ekki verið búið sl. 11 ár.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 292. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Bjarni Kristjánsson Heimili
Gróa Jónsdóttir Heimili

Skjöl


Tengd hljóðrit


Uppfært 8.12.2014