Öskjuhlíðarskóli Grunnskóli

<p>... Þó svo að Öskjuhlíðarskóli hafi byrjað starfsemi haustið 1975 í núverandi húsnæði hafði mikið starf verið unnið allt frá árinu 1961. Það ár setti Reykjavíkurborg á stofn Höfðaskóla undir forystu Magnúsar Magnússonar sérkennara, sem starfað hafði við Miðbæjarskólann og numið sérkennslufræði í Sviss og Þýskalandi. Skólinn þjónaði nemendum úr Reykjavík og allir áttu nemendur það sameiginlegt að hinn almenni skóli hafði ekki tök á mæta námslegum- og eða félagslegum og tilfinningalegum þörfum þeirra. Höfðaskóli var í leiguhúsnæði við Sigtún. Þær aðstæður sem unnið var við þar þættu bágbornar í dag, en Magnús hvatti sitt fólk til góðra verka og var óþreytandi að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Á þeim grunni sem lagður var með starfinu í Höfðaskóla byggist starfsemi Öskjuhlíðarskóla, en það voru nemendur Höfðaskóla ásamt kennurum sem fluttu í hið nýja húsnæði haustið 1975 ásamt nemendum Skóla fjölfatlaðra og kennurum þeirra. Reykjavíkurborg lét þá af rekstri skólans og var Öskjuhlíðarskóli rekinn af ríkinu til ársins 1996, en það ár tók Reykjavíkurborg við rekstrinum á nýjan leik. Magnús Magnússon lét af starfi skólastjóra árið 1977 er hann varð sérkennslufulltrúi ríkisins. Við starfi skólastjóra tók Jóhanna G. Kristjánsdóttir sérkennari og gegndi því til ársins 1987. Fjöldi nemenda í skólanum í dag er 98 og eru þeir á aldrinum 6-16 ára, í 1.-10. bekk...</p> <p align="right">Úr Morgunblaðsgrein Einar Hólm Ólafssonar skólastjóra 9. júní 2005: Öskjuhlíðarskóli 30 ára</p> <p>Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli voru sameinaðir haustið 2011 undir nafni Klettaskóla sem rekinn var í húsnæði Öskjuhlíðarskóla.</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Einar Hólm Ólafsson Kennari, 1979-1986
Skólastjóri, 1986-2005

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2015