Hraungerðiskirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Hraunger%C3%B0iskirkja&amp;filter=1023&amp;typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>Orgel var fyrst keypt handa Hraungerðiskirkju um aldamótin síðustu. Þessir hafa verið organistar: Illugi Jóhannsson, bóndi á Laugum. Þórður Bjarnason frá Götu á Stokkseyri, vinnumaður í Hraungerði. Stefanía Thorarensen, húsfreyja í Hróarsholti. Jósteinn Kristjánsson Bollastöðum. Steinunn Thorarensen, Hróarsholti. Ingólfur Þorsteinsson, Langholti, síðar Merkilandi. Einar Sigurðsson, Selfossi.</p> <p>Á organistatíð Ingólfs Þorsteinssar var kirkjusöngur æfður öðru hverju, og undanfarin 10 ár hefur verið starfandi kór við Hraungerðiskirkju. Tveir Hraungerðingar hafa gert garðinn frægan á sviði söngsins. Séra Sæmundur Jónsson, prestur í Hraungerði 1860-1896, þótti hafa svo hreimfagra og múka söngrödd, að til var tekið. Samt þótti sem rödd hans bliknaði í samanburði við söngrödd sonar hans, Geirs vígslubiskups. Öllum, sem heyrðu hann syngja, þótti sem þeir hefður ekki áður annað eins heyrt. „Var rödd hans svo fögur og hrífandi í þá daga, að áheyrendur flestum vöknaðu um augu, er hann söng einsöng“. (Á. Th.: Harpa minninganna bls. 307.)</p> <p align="right">Sigurður Ágústsson: Þættir um kirkjusöng í Árnessýslu; Suðri, 3. 1975</p>

Orgel

Heiti Frá Til
Pípuorgel 1999 Ekki skráð
1. harmonium Ekki skráð Ekki skráð
2. harmonium 1906 1931
3. harmonium 1931 1999

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018