Einholtskirkja Kirkja

Í minnisgrein Gizurar biskups um pening Skálholtsstaðar á leigustöðum frá 1540 á er talað um bænhús að hafa verið í Einholti. Í Byggðasögu Austur-Skaftafellssýslu segir að það muni „hafa fallið niður þegjandi, eins og fleiri bænhús á 17. eða 18. öld.“82 Samkvæmt skýrslu Bergs prófasts Magnússonar frá 1. mars 1824 var Einholtskirkja þá lögð niður og ný kirkja reist í Holtum. Stóð svo kirkja Mýramanna í Holtum, þar til hún var lögð niður með landshöfðingjabréfi 17. janúar 1899 og endurreist á Slindurholti sem þá tilheyrði orðið Brunnhóli.83

Heimild: Fornleifaskráning vegna mat á umhverfisáhrifum..., bls. 36

Fólk


Tengd hljóðrit


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.01.2019