Fíladelfíukirkjan í Reykjavík Kirkja

Hvítasunnukirkjan í Reykjavík heitir Fíladelfía og er staðsett að Hátúni 2 í Reykjavík. Það er aðeins 5 mínútna gangur frá Hlemmi þar sem allar strætisvagnaleiðir liggja. Hún er stærsta kirkja Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi og var stofnsett árið 1936. Nú eru um 800 manns skráðir meðlimir safnaðarins. Kirkjubyggingin var reist árið 1957. Fyrsta skóflustungan var tekin 17. ágúst það ár en kirkjan var formlega vígð hinn 19. október 1969.Aðalsalur kirkjunnar tekur um 500 manns í sæti og að auki eru góðar vistaverur fyrir samkomur af ýmsu tagi. Þrátt fyrir það er plássleysi farið að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar sérstaklega hvað varðar barnastarfið og “kirkju unga fólksins.”

Af vefur Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík

Orgel

Heiti Frá Til
2. pípuorgel 1975 Ekki skráð
1. pípuorgel 1970 1975

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Árni Arinbjarnarson Organisti, 1952-1988

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.08.2017