Klúbburinn í Borgartúni Skemmtistaður

<p>Klúbburin opnaði í Borgartúni 32, sem þá hét Lækjarteigur 4, 12. nóvember 1960. Staðurinn þótt hinn glæsilegasti eins og segir í Vísi:</p> <blockquote>Húsakynni klúbbsins eru öll hin smekklegustu og innanhússkreyting svo að af ber. Veitingasalir eru á tveim hæðum. Á neðri hæð er vínstúka með austurlenzku sniði, setustofa í veiðimannakofastíl og mat- og samkomusalur með ítölskum blæ. Ítalska salnum er mjög auðvelt að skipta niður fyrir smærri hópa, enda hafa forráða menn hússins hugsað sér að leigja hann til alls konar samkvæma og fundarhalda. Í þessum sal er áformað að hafa vínstúku, en hún er ekki tilbúin ennþá. Á efri hæð er stór salur sem skipt er í smærri hluta með ýmsum hætti. Í einu horni salarins er krókur fyrir vínstúku; er þar stór og fallegur arinn, er setur mjög sérkennilegan blæ á þessa hæð hússins. Meðfram gluggum, með fögru útsýni til sjávar og fjalla, eru matborð á upphækkuðum palli, en á gólfi salarins er dansað. Þar er áformað að setja upp aðra vínstúku. Í einu horni þessa salar er mjög smekkleg stofa, sem sumir myndu e.t.v. kalla blómasalinn. Hann er afkróaður með bambusstöngum og fagurlega skreyttur blómum...</blockquote> <p align="right">Klúbburinn opnaður – Eitt glæsilegasta veitingahús hérlendis. Vísir. 14. nóvember 1967, bls. 7</p> <p>Lýsing á Klúbbnum í Frjálsri verslun 1. september 1975 gefur hugmynd um staðinn á þeim tíma:</p> <blockquote>Klúbburinn, Borgartúni 32, er skemmtistaður, sem rúmar 971 gest og er opinn frá kl. 20 og eins lengi og leyfilegt er lögum sam'kvæmt á fimmtudags-, föstu- dags-, laugardags-og sunnudagskvöldum. Fyrripart viku er unnt að fá staðinn leigðan. Níu barir eru í húsinu og 35 manns vinna við þjónustu. Þar eru alltaf tvær hljómsveitir og eitt diskótek, enda er staðurinn á fjórum hæðum. Leikin er alhliða danshljómlist. Lágmarksaldur gesta er 20 ár. Næsta mál á dagskrá eigenda er að breyta tveim efstu hæðunum til samræmis við neðri hæðirnar, sem eru nýlega innréttaðar, en óvíst er hvenær úr því getur orðið.</blockquote> <p>Reksturinn ver með ýmsu móti þau ár sem skemmtistaður var í húsinu. Á tímabili var allt húsið, þrjár hæðir og kjallari, einn skemmtistaðu; dans og/eða hljómsveitaspil á öllum hæðum.</p> <p>Vinsældir hússins breyttust með tímanum þegar þar brann aðfaranótt 3. febrúar 1992 var aðeins hluti hússins nýttur sem skemmtistaður. Grunur lék á um að kveikt hafi verið í húsinu en í málaferlum var grunaður sýknaður. Síðar sama ár var húsið rifið og stórhýsi byggt á lóðinni. Þar er nú [2015] rekið gistihús.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.12.2015