Grafarvogskirkja Kirkja

<p>Í samkeppni um hönnun Grafarvogskirkju lögðu arkitektarnir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson áherslu á hugmynd um klássíska þrískipta kirkju sem byggir á öllum helstu hefðum kirkjufygginga liðinna tíma. Grafarvogskirkja er mikilvæg bygging og þungamiðja Grafarvogshverfis og eitt af kennileitum þess. Húsið hefur sterka ímynd í nálægð og fjarlægð. Kirkjan er áberandi séð frá Vesturlandsvegi og Gullinbrú og er svipmikil þegar komið er að henni. Húsið er áberandi í byggðinni vegna efnisvals, þar sem falla saman þungt og dökkt form miskipsins og ljósir léttir fletir hliðarskipanna. Þessar andstæður, þungur og léttur minna á andann og efnið. </p> <p> Grafarvogskirkja er þrískipt, - miðskipið er ,, Via sacra, ´´hinn heilagi vegur sem táknar vegferð mannsins frá vöggu til grafar og áfram til eilífðar. Við enda hins heilaga er hringurinn sem er söfnuðurinn. Hringurinn er opinn á móti eilífðinni þar sem er altarið; borð Drottins. Þarna sameinast tveir helstu pólar í kirkjuarkitektúr, vegurinn og hringurinn. Eins og í dómkirkjum miðalda tengjast miðskipinu ótal rými og kapellur sem þjóna þörfum líðandi stundar. </p><p> Miðskipið er steinsteypt og klætt steinum. Steinarnir í veggjum miðskipsins er skírsotun til ritningarinnar þar sem segir,... látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús. ´´Steinarnir tákna þar mannlífið sem er musteri guðs.´´Þannig eru steinarnir tákn safnaðarins. Grafarvogskirkja var vígð 18. júní 2000. (heimild : http://kirkjan.is/grafarvogskirkja/grafarvogssokn/kirkjubyggingin/</p<

Orgel

Heiti Frá Til
pípuorgel Ekki skráð Ekki skráð
rafmagnsorgel Ekki skráð Ekki skráð
piano Ekki skráð Ekki skráð
pípuorgel Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl

Altari Mynd/jpg
Borði með texta Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Grafarvogskirkja Mynd/jpg
Kapella Mynd/jpg
Kertastandur Mynd/jpg
Kross í safnaðarheimili Mynd/jpg
Málverk Mynd/jpg
Málverk Mynd/jpg
Málverk Mynd/jpg
Prédikunarstóll Mynd/jpg
Safnaðarheimili Mynd/jpg
Safnaðarheimili Mynd/jpg
Skírnarfontur Mynd/jpg
Skírnarfontur í kapellu Mynd/jpg
Séð fram kapellu Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.01.2019