Dalbær Heimilisfang

<p>Jörðin er landlítil, en landið algróið og grasgefið. Að meiri hluta er landið blaut mýri, heldur lélegt land, bæði til beitar og slægna. Nokkurt þurrlendi á jörðin í austurhlíðum Miðfells og á holtum með móagróðri hér og hvar í mýrinni. Sumarhagar voru litlir fyrir málnytupening áður en ræktun kom til. Engjar voru allgóðar, einkum við svokallað Miðfellsgil, grasgefnar, en þýfðar. Ræktunarland er lítið, nema á framræstum mýrum, enda er mest allt votlendi jarðarinnar framræst, eftir að jörðinni var skipt.</p> <p>Landskipti fóru fram 1951, og var Dalbær þá gerður að tveim lögbýlum, Dalbæ I og Dalbæ II. Dalbær varfyrrum hjáleiga frá Miðfelli, en löngu orðin sjálfstætt býli. Nóg er af heitu vatni.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 275. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Uppfært 8.12.2014