Dvergasteinskirkja Kirkja
Heimildir eru fyrir því að kirkja hafi staðið á Dvergasteini sem er á norðurströnd Seyðisfjarðar um aldamótin 1200 fram á nítjándu öld. Hítardalsbók geymir máldaga frá 1367 og þar segir að Dvergasteinskirkja sé Maríukirkja. Kirkjan var flutt inn á Vestdalseyri seinni hluta nítjándu aldar, þar sem hún var reist á hjallanum ofan eyrarinnar ( Á Kirkjukletti) með mikið og gott útsýni yfir fjörðinn. Þar komu oft ill veður og í einu slíku feyktist kirkjan um koll. Var hún þá flutt niður á eyrina þar sem hún stóð fram til 1921 en þá var hún flutt á þann stað sem hún stendur enn þann dag í dag. Viðir kirkjunnar frá Vestdalseyri voru notaðir í nýju kirkjuna á Fjarðaröldu. Lifir því gamla kirkjan enn í kirkjunni sem nú stendur í hjarta bæjarins.
Fólk
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.05.2018