Fjölbrautaskóli Vesturlands - Akranesi Framhaldsskóli

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður á grunni Gagnfræðiskólans á Akranesi og Iðnskólans á Akranesi 12. september 1977. Skólinn býður upp á alhliða framhaldsmenntun, bóklega og verklega, á mörgum námsbrautum. Hann veitir öfluga námsráðgjöf og leggur mikla áherslu á að styðja nýnema. Fjölbrautaskóli Vesturlands hefur frá upphafi starfað eftir áfangakerfi og átt drjúgan þátt í mótun þess. Áfangakerfið gerir skólanum kleift að taka tillit til einstaklinga með ólíkar þarfir og misjafna getu til náms. Við skólann er heimavist fyrir 64 nemendur og mötuneyti fyrir alla nemendur skólans. Skólaakstur er milli Akraness og Borgarness. Héraðsskólinn í Reykholti var á tímabili rekinn sem útibú Fjölbrautaskóla Vesturlands en skólinn rak einnig útibú á Snæfellsnesi. Þau voru lögð niður eftir að stofnaður var framhaldsskóli í Grundarfirði...

Af Wikipedia-síðu um Fjölbrautaskóla Vesturlands

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 12.12.2017