Otradalskirkja Kirkja
<p>Í vistitasíu frá árinu 1900 stendur eftirfarandi: 1. Söfnuðurinn vill þiggja tilboð kaupmanns P. J. Thorsteinssn í Bíldudal, þar sem hann lofar að gefa til kirkju, sem byggð verði á Bíldudals kaupastaðarlóð 1000 – eitt þúsund krónur og enn fremur grunn undir kirkjuna á lóð verslunarinnar – og vill söfnuðurinn ganga að þeim skilyrðum sem sett eru fyrir þessari gjöf og eru þau: Að kirkjan sé byggð hér á lóðinni, að hún rúmi 200-250 manns, sé sterkbyggð hlý og vönduð klædd pappa og sléttu galv. járni utan, með turn og forkirkju máluð vel utan og innan og í alla staði regluegt og vandað hús, að ekki sé hafður kór í henni handa karlamönnum, heldur sé sett sæti fyrir karlmenn og kvenmenn til beggja hliða við ganginn uppi og niðri. Að hæfilega góður ofn sé strax settur í kirkjuna. Að útvegaður sé teikningar utanlands frá af kirkjunni af líkri stærð og þessi á að verða, og valin sé sú teikning sem best þykir viðeiga. Auk þessa skilyrðis var annað skilyrði sem gefandinn setti og var það samþykkt af prestinum. </p>
Fólk
Tengt efni á öðrum vefjum
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.07.2015