Otradalskirkja Kirkja

<p>Í vistitasíu frá árinu 1900 stendur eftirfarandi: 1. Söfnuðurinn vill þiggja tilboð kaupmanns P. J. Thorsteinssn í Bíldudal, þar sem hann lofar að gefa til kirkju, sem byggð verði á Bíldudals kaupastaðarlóð 1000 – eitt þúsund krónur og enn fremur grunn undir kirkjuna á lóð verslunarinnar – og vill söfnuðurinn ganga að þeim skilyrðum sem sett eru fyrir þessari gjöf og eru þau: Að kirkjan sé byggð hér á lóðinni, að hún rúmi 200-250 manns, sé sterkbyggð hlý og vönduð klædd pappa og sléttu galv. járni utan, með turn og forkirkju máluð vel utan og innan og í alla staði regluegt og vandað hús, að ekki sé hafður kór í henni handa karlamönnum, heldur sé sett sæti fyrir karlmenn og kvenmenn til beggja hliða við ganginn uppi og niðri. Að hæfilega góður ofn sé strax settur í kirkjuna. Að útvegaður sé teikningar utanlands frá af kirkjunni af líkri stærð og þessi á að verða, og valin sé sú teikning sem best þykir viðeiga. Auk þessa skilyrðis var annað skilyrði sem gefandinn setti og var það samþykkt af prestinum. </p>

Fólk

Færslur: 25

Nafn Tengsl
Andrés Gíslason Prestur, 12.09.1721-1739
Ari Guðlaugsson Prestur, 15.öld-16.öld
Bjarni Jóhannsson Prestur, 1697-1707
Daði Steindórsson Prestur, 1708-1719
Einar Þ. Thorlacius Aukaprestur, 06.09.1795-1798
Prestur, 23.06.1798-1824
Finnbogi R. Magnússon Prestur, 17.05. 1884-1886
Gísli Sigurðsson Prestur, 01.08.1719-1721
Ingimundur Ásgrímsson , 1599-17.öld
Jóhann Jónsson Prestur, 1672-1696
Jón Árnason Prestur, 29.05. 1891-1928
Jón Egilsson Prestur, 17.öld-17.öld
Jón Jónsson Prestur, 15.03.1832-1832
Jón Sigurðsson Aukaprestur, 09.05.1824-1825
Prestur, 10.01.1825-1832
Jón Teitsson Prestur, 1740-1755
Jósef Hjörleifsson Prestur, 05.09.1888-1890
Jósef Kristján Hjörleifsson Prestur, 05.09. 1888-1890
Jörundur Steinmóðsson Prestur, 16.öld-16.öld
Magnús Jónsson Prestur, 1574-
Ólafur Pálsson Prestur, 15,03.1833-1849
Steingrímur Jónsson Prestur, 24.05. 1880-1882
Sveinn Þorbjarnarson Prestur, 16.öld-16.öld
Vernharður Guðmundsson Prestur, 1756-1798
Þorkell Guðnason Aukaprestur, 30.09.1784-1788
Þórður Thorgrímsen Prestur, 1849-1864
Prestur, 21.03.1883-1884
Ögmundur Torfason Prestur, 1650-1672

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.07.2015