Gaulverjabæjarkirkja Kirkja
<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Gaulverjabæjarkirkja&filter=1023&typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p>
<p>Fyrsta orgelið sem var keypt handa Gaulverjabæjarkirkju
mun hafa komið í kirkjuna 1897. Var það allstórt harmóníum, gott og vandað. Hljóðfærið kostað 350 krónur auk flutningskostnaðar. </p>
<p>Fyrsti organistinn mun hafa verið Ásbjörn Pálsson, sem fyrr er nefndur (Villingaholtskirkja). Aðrar organistar hafa verið: Davíð Jónsson frá Tungu, Gaulverjabæjarhreppi, Gísli Pálsson frá Hoftúni, Stokkseyrarhreppi. Elín Kolbeinsdóttir húsfreyja á Hæringsstöðum, Stokkseyrarhreppi árin 1914-1916. Jón Jónsson frá Vestri-Loftsstöðum. Gísli Jónsson bróðir hans og Kristín Gísladóttir frá Haugi á árunum 1917-24. Sigrún Dagsdóttir frá Gaulverjabæ 1924-1929. Bræðurnir frá Vestir –Loftsstöðum, Jón og Gísli Jónssynir aftur árin 1930-47, en þá tók Pálmar Eyjólfsson frá Stokkseyri við organistastarfinu í Gaulverjabæjarkirkju og hefur gegnt því síðan [1975].</p>
<p> Kirkjukór var stofnaður í sókninni 1948 og hefur starfað óslitið síðan. Oftast er æft fyrir hverja kirkjulega athöfn, og einnig hefur kórinn æft kvæðalög og sungið öðru hverju ðá samkomum við ýmis tækifæri. Organisti hefur annazt æfingar og kórstjórn. Tvisvar hefur verið skipt um hljóðfæri í kirkjunni, hið síðara skiptið 1967. var þá keypt allnýtízkulegt orgel, rafknúið með tveim hljómborðum.</p>
Orgel
Heiti | Frá | Til |
---|---|---|
3. harmonium | 1948 | Ekki skráð |
Rafmagnsorgel | Ekki skráð | Ekki skráð |
1. harmonium | 1897 | Ekki skráð |
2. harmonium | 1920 | 1948 |
Fólk
Skjöl
![]() |
Gaulverjabæjarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Gaulverjabæjarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Gaulverjabæjarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Gaulverjabæjarkirkja | Mynd/jpg |
![]() |
Gaulverjabæjarkirkja | Mynd/jpg |
Gaulverjabæjarkirkja | Myndband/mov | |
Minningar: Friðrik Bjarnason | Skjal/rtf | |
![]() |
Organistar Gaulverjabæjarkirkju | Mynd/jpg |
![]() |
Standar undir kertastjaka | Mynd/jpg |
Um orgel og organista | Skjal/pdf |
Tengt efni á öðrum vefjum
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.11.2018