Söngskóli Sigurðar Demetz Tónlistarskóli

Söngskóli Sigurðar Demetz var stofnaður 1995 undir forystu Guðbjargar Sigurjónsdóttur.

Skólinn hét Nýi söngskólinn “Hjartansmál” til að byrja með.

Verndari skólans frá upphafi var Sigurður Demetz, söngvari og söngkennari.

Demetz kenndi nemendum við skólann á meðan hann hafði heilsu til og fylgdist grannt með öllu sem fram fór innan skólans.

Sigurður lést 7 april 2006 á húkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Sú vinátta, leiðsögn, hvatning og kennsla sem hann veitti alla tíð af miklu örlæti er ómetanleg. Nafni skólans var breytt í „Söngskóli Sigurðar Demetz“ til minningar um Demetz og þakklæti fyrir það mikla starf sem hann vann í þágu sönglistar á Íslandi í 55 ár.

Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla og kennir eftir námsskrá útgefinni af Menntamálaráðuneytinu 2002.

Skólinn geri þjónustusamning við Reykjavíkurborg sem greiðir laun kennara.

Rekstur skólans er greiddur með námsgjöldum.

Við skólann starfa 20 kennarar. Auk þess býður skólinn uppá gestakennara og ýmis námskeið á hverjum vetri.

Óperudeild skólans hefur verið starfandi frá 2001 og Kór skólans frá 2007.

Skólastjóri skólans er: Guðbjörg Sigurjónsdóttir.

Af vef Söngskóla Sigurðar Demetz (19. janúar 2015).

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.04.2017