Söngskóli Sigurðar Demetz Tónlistarskóli

<p>Söngskóli Sigurðar Demetz var stofnaður 1995 undir forystu Guðbjargar Sigurjónsdóttur.</p> <p>Skólinn hét Nýi söngskólinn “Hjartansmál” til að byrja með.</p> <p>Verndari skólans frá upphafi var Sigurður Demetz, söngvari og söngkennari.</p> <p>Demetz kenndi nemendum við skólann á meðan hann hafði heilsu til og fylgdist grannt með öllu sem fram fór innan skólans.</p> <p>Sigurður lést 7 april 2006 á húkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Sú vinátta, leiðsögn, hvatning og kennsla sem hann veitti alla tíð af miklu örlæti er ómetanleg. Nafni skólans var breytt í „Söngskóli Sigurðar Demetz“ til minningar um Demetz og þakklæti fyrir það mikla starf sem hann vann í þágu sönglistar á Íslandi í 55 ár.</p> <p>Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla og kennir eftir námsskrá útgefinni af Menntamálaráðuneytinu 2002.</p> <p>Skólinn geri þjónustusamning við Reykjavíkurborg sem greiðir laun kennara.</p> <p>Rekstur skólans er greiddur með námsgjöldum.</p> <p>Við skólann starfa 20 kennarar. Auk þess býður skólinn uppá gestakennara og ýmis námskeið á hverjum vetri.</p> <p>Óperudeild skólans hefur verið starfandi frá 2001 og Kór skólans frá 2007.</p> <p>Skólastjóri skólans er: Guðbjörg Sigurjónsdóttir.</p> <p align="right">Af vef Söngskóla Sigurðar Demetz (19. janúar 2015).</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2020