Smárahlíð Heimilisfang

Býlið er nýbýli, reist í landi Núpstúns á lítilli landspildu við svonefndan Stekkjarlæk. En 7 ha. lands á býlið í landi Galtafells. Hér er ekki stundaður sá venjulegi hefðbundni búskapur, heldur eingöngu búið við svín.  Bæjarhúsin stand við Stekkjarlækinn, sem rennu á mörkum Galtafells og Núpstúns. Að bæjarbaki er  Stekkjarhvammur með blómabrekkum. En hátt yfir gnæfir Núpstúnskista með bröttum brekkum og hamrastöllum.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 279. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Agnar Kristófer Haraldsson Heimili
Áslaug Árnadóttir Heimili

Skjöl


Tengd hljóðrit


Uppfært 6.12.2014