Hótel Borg Skemmtistaður

<p>Hótel Borg er hótel staðsett á Pósthússtræti 9-11, við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur. Hótelið var reist af Jóhannesi Jósefssyni og opnaði vorið 1930, rétt fyrir Alþingishátíðina. Áður en það opnaði formlega voru veitingasalir þess teknir í notkun á nýársfagnaði 18. janúar 1930. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.</p> <p align="right">Af Wikipedia-síðu um Hótel Borg</p> <p>Lýsing á Hótel Borg í Frjálsri verslun 1. september 1975 gefur hugmynd um staðinn á þeim tíma:</p> <blockquote>Hótel Borg, Pósthússtræti 11 við Austurvöll er veitinga- og skemmtistaður, sem rúmar 400 gesti í sæti. Daglega er hægt að velja úr sjávarréttum auk annarra rétta á matseðli og í hádeginu á laugardögum er boðið upp á kalt borð. 60 manns vinna við þjónustu þar, þar af 10 þjónar. Einn bar er á staðnum og hljómsveit leikur alhliða tónlist. Lágmarksaldur gesta er 20 ár. Staðurinn er leigður út í heilu lagi eða skiptur og mikið er selt út af heitum og köld- um mat og einstökum réttum.</blockquote>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Jóhannes Jósefsson Hótelstjóri, 1930-1960

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.01.2016