Kaldbakur Heimilisfang

<p>Jörðin liggur efst byggðra bóla í Hrunamannahreppi. Landið er víðáttumikið fjalllendi að mestu með bröttum hlíðum og daladrögum. Beitarland er hér ágætt sumar sem vetur. „Jörðin er hagagóð á sumar og útigangsgóð á vetur.“ (Jarðabók Á. M.). Þessi ummæli eru í fullu gildi enn í dag. Slægjulönd voru reytingssöm og engjar varla annað en valllendisbrekkur og lautir. Knappt er um þurrlendi til ræktunar og ræktunarland af skornum skammti, yfirleitt. Lítilsháttar uppblástur er í rofabörðum í ásunum austan við bæinn. Hættur eru fyrir unglömb á vorin í graflækjum og skorningum. Veiðiréttur er í Stóru-Laxá. Rafmagn er frá heimilsirafstöð (1977). Landið er afgirt að hluta. - Eyðibýlið Hrunakrókur liggur undir Kaldbak. Bær var í Kaldbakshrísum mjög skamma hríð í kringum 1650. Bærinn stendur á allháum rana suðvestan við Kaldbaksfjall, og er útsýnið lítið.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 231. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Skjöl

Kaldbakur Mynd/jpg
Kaldbakur Mynd/jpg
Kaldbakur Mynd/jpg
Kaldbakur Mynd/jpg
Kaldbakur Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014