Efra-Langholt Heimilisfang

<p>Í Efra-Langholti hefur verið tvíbýli frá aldaöðli til ársins 1960. Austurparturinn, með hjáleigunni Lindarhamri, var að fornu mati 20 hundruð. Smyrilshattur hét hjáleiga, sem fylgdi austurpartinum. Byggðist fyrst um 1680, og varaði byggð þar í 12 ár. Nú er Lindarhvammur í eyði. Landið er að meiri hluta blaut mýri, sem nu er þó ræst fram að mestu. Mikið þurrlendi fylgir jörðinni, auðunnið ræktunarland. Beitiland er allgott, en skjóllítið. Engjar voru blautar, nema með Litlu-Laxá. Þar er veiðiréttur. Bærinn er norðan í Langholtsfjalli.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 300. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Hjörleifur Sveinsson Uppruni
Jóhann Einarsson Heimili
Sigríður Magnúsdóttir Heimili
Sveinn Kristjánsson Heimili

Skjöl

Efra-Langholt Mynd/jpg
Efra-Langholt Mynd/jpg
Efra-Langholt Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Uppfært 8.12.2014