Fella- og Hólakirkja Kirkja

Árið 1975 var stofnað embætti sóknarprests og Fella- og Hólahverfið gert að sérstöku prestakalli. Ljóst var að sóknirnar í Efra-Breiðholti yrðu tvær, Fellasókn og önnur sókn í Hólahverfinu. Samkvæmt venju stóð til að byggja tvær kirkjur, eina í Fellahverfi en aðra fyrir Hólahverfið. Framsýnir menn með sr. Árna Gunnarsson í fararbroddi komu því til leiðar að sameina sóknirnar í eina kirkju. Þessi ákvörðun um að byggja eina kirkju í stað tveggja hefur reynst mikið gæfuspor því samstarf og samvinna sóknanna hefur gengið afar vel og hafur beggja af þessari tilhögun.

Þegar ákveðið var að byggja eina kirkju fyrir bæði hverfin var hafist handa um undirbúning byggingarinnar. Skyldi kirkjan heita Fella - og Hólakirkja. Að lokinni samkeppni um teikningu kirkjunnar var samþykkt að kaupa tillögu arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar.

Fyrsta skóflustungann var tekin á pálmasunnudag 1982. Auk kirkjuskipsins var byggt safnaðarheimili, kennslustofa, skrifstofur prestanna og annars starfsfólks, kapella og mikið rými á göngum.

Bygging kirkjunnar tók ekki langan tíma. Eftir eitt ár var húsið komið undir þak en innivinna fór fram í áföngum og var til dæmis messað fyrst í safnaðarheimilinu. Kirkjan var svo formlega vígð á pálmasunnudag 1988. Fella- og Hólakirkja er vel búin kirkja. Steindir gluggar eru í kirkjuskipinu gerðir af Leifi Breiðfjörð glerlistamanni og messuskrúði allur er gerður af konu hans Sigríði Jóhannesdóttur textílhönnuði.

Kirkjan þykir ákaflega gott tómleikahús enda fagur hljómur í henni. Því hefur hún verið notuð til tónleikahalds og eins við upptökur. ( heimild: http://kirkjan.is/fellaogholakirkja/sokni/kirkjubyggingin/

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1992 Ekki skráð
piano Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Guðmundur Karl Ágústsson Prestur, 30.07.1987-
Helga Soffía Konráðsdóttir Aukaprestur, 07.06.1985-1986
Hreinn Hjartarson Prestur, 02.04. 1975-2007
Svavar Stefánsson Prestur, 21.10. 2002-

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.11.2018