Fella- og Hólakirkja Kirkja

<p>Árið 1975 var stofnað embætti sóknarprests og Fella- og Hólahverfið gert að sérstöku prestakalli. Ljóst var að sóknirnar í Efra-Breiðholti yrðu tvær, Fellasókn og önnur sókn í Hólahverfinu. Samkvæmt venju stóð til að byggja tvær kirkjur, eina í Fellahverfi en aðra fyrir Hólahverfið. Framsýnir menn með sr. Árna Gunnarsson í fararbroddi komu því til leiðar að sameina sóknirnar í eina kirkju. Þessi ákvörðun um að byggja eina kirkju í stað tveggja hefur reynst mikið gæfuspor því samstarf og samvinna sóknanna hefur gengið afar vel og hafur beggja af þessari tilhögun. </p> <p>Þegar ákveðið var að byggja eina kirkju fyrir bæði hverfin var hafist handa um undirbúning byggingarinnar. Skyldi kirkjan heita Fella - og Hólakirkja. Að lokinni samkeppni um teikningu kirkjunnar var samþykkt að kaupa tillögu arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar. </p> <p>Fyrsta skóflustungann var tekin á pálmasunnudag 1982. Auk kirkjuskipsins var byggt safnaðarheimili, kennslustofa, skrifstofur prestanna og annars starfsfólks, kapella og mikið rými á göngum. </p> <p>Bygging kirkjunnar tók ekki langan tíma. Eftir eitt ár var húsið komið undir þak en innivinna fór fram í áföngum og var til dæmis messað fyrst í safnaðarheimilinu. Kirkjan var svo formlega vígð á pálmasunnudag 1988. Fella- og Hólakirkja er vel búin kirkja. Steindir gluggar eru í kirkjuskipinu gerðir af Leifi Breiðfjörð glerlistamanni og messuskrúði allur er gerður af konu hans Sigríði Jóhannesdóttur textílhönnuði. </p> <p>Kirkjan þykir ákaflega gott tómleikahús enda fagur hljómur í henni. Því hefur hún verið notuð til tónleikahalds og eins við upptökur. ( heimild: http://kirkjan.is/fellaogholakirkja/sokni/kirkjubyggingin/</p>

Orgel

Heiti Frá Til
1. pípuorgel 1992 Ekki skráð
piano Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Guðmundur Karl Ágústsson Prestur, 30.07.1987-
Helga Soffía Konráðsdóttir Aukaprestur, 07.06.1985-1986
Hreinn Hjartarson Prestur, 02.04. 1975-2007
Svavar Stefánsson Prestur, 21.10. 2002-

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 12.11.2018