Tónlistarskóli Stórutjarnaskóla Tónlistarskóli

<p>Við Stórutjarnaskóla starfar tónlistarskóli, sem er hluti af Stórutjarnaskóla og lýtur yfirstjórn skólastjóra. Tónlistarskólinn starfar eftir þeim námskrám, lögum og reglugerðum um tónlistarskóla sem í gildi eru á hverjum tíma. Hlutverk skólans er að glæða áhuga á tónlist og tónlistariðkun á starfssvæði sínu, annast kennslu í hljóðfæraleik ásamt öðrum tónlistargreinum og búa nemendur sína undir áframhaldandi nám í tónlist. Rétt til náms við tónlistarskólann hafa íbúar á skólasvæði Stórutjarnaskóla. Verði aðsókn meiri en hægt er að sinna skulu nemendur Stórutjarnaskóla njóta forgangs.</p> <p>Við tónlistarskólann starfar deildarstjóri sem ber faglega ábyrgð á tónlistarkennslunni og öðru innra starfi. Deildarstjóri skipuleggur starf tónlistarskólans og fer með daglega stjórnun hans í samráði við skólastjóra.</p> <p>Í vetur verða kennarar við tónlistarskólann tveir:</p> <ul> <li>Marika Alavere- deildarstjóri: blokkflauta, píanó, fiðla</li> <li>Jaan Alavere: píanó, gítar, bassi, trommur, fiðla, harmóníka</li> </ul> <p align="right">Sjá nánar á vef Stórutjarnarskóla (20. janúar 2015.)</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.01.2015