Bárubúð Tónleikastaður

<p>Bárubúð, Báruhúsið eða Báran var samkomuhús Sjómannafélagsins Bárunnar í Reykjavík, reist um eða rétt eftir aldamótin 1900 og var það við Vonarstræti, þar sem Ráðhús Reykjavíkur er nú. Það var helsta tónlistarhúsið í Reykjavík á árunum 1904 og þangað til 1921 þegar Nýja Bíó var reist. Þar fór hljómleikahald fram og þar voru einnig haldnir margs konar fundir, fyrirlestrar, dansleikir og samkomur.</p> <p align="right">Af Wikipedia (30. júní 2015)</p> <p>[Sjómannafélagið Báran lét reisa&nbsp;<span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">Báruna</span>] 1899-1900. Það stóð á uppfyllingu í norðvesturenda Tjarnarinnar þar sem hið nýja ráðhús Reykjavíkur stendur nú. Eftir að Báran missti húsið lenti það í einkaeign og um 1930 komst það í eigu KR sem notaði það sem íþróttahús. Á stríðsárunum hafði setuliðið bækistöð í Bárunni, en þá kom þar upp eldur og brann húsið til kaldra kola.</p> <p>Báran var mikið notuð til fundarhalda. Til dæmis var þar haldinn fundur um símamálið þegar bændaförin var farin 1905 og árið eftir var þar haldinn stofnfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Fundir voru þar í sambandi við uppkastið svonefnda 1908 og margs konar pólitískir fundir eftir það. Einnig voru hér haldnar hlutaveltur og leiksýningar að ógleymdum dansleikjum sem þóttu oft tilþrifamiklir. Í gamalli revýuvísu segir:</p> <blockquote>Ættum við ekki öll að hlaupa<br /> og ofan á Báruball.<br /> En fyrst við skulum frekt oss staupa<br /> svo fjörugt verði rall!</blockquote> <p align="right">Sjómannablaðið 1. júní 1994, bls. 20.</p> <blockquote>Samsöngur (12. júní 1905) var haldinn hér í bænum (í Báruhúsinu) 12. þ.m. undir forustu hr. P. Bernburgs og Brynjólfs Þorlákssonar organleikara með aðstoð frk. Kristrúnar Hallgrímsson og frk. Guðríðar Jóhannsdóttur (dómkirkjuprests). Hr. Bernburg er danskur fíólínleikari, nýkominn hingað, og leikur hann mjög vel. Meðal annars er honum þótti bezt takast á samsöng þessum var í lögum eptir Gluck (Andante) Rossine (Wilhelm Tell), Mascagni (Intermezzo af Cavalleria rusticana) Wagner (Brudekor úr óperu Lohengrin) Raff (Cavatiane) Ole Bull (Sætergjentens Söndag) og L. Herold (Potpourri). Utan söngskrár var meðal annars tekið brot úr söngleiknum »Orfec og Evrydike« eptir Gluck, og lék Brynjólfur Þorláksson þar undir á »harmonium«, og var það samspil þeirra Bernburgs mjög gott, eins og annarsstaðar. En stundum spilaði frk. Kr. Hallgrímsson á »piano«, þá er Bernburg lék á »fíolínið«. Skemmtu menn sér vel á samsöng þessum, en hann stóð heldur lengi yfir, um 2<sup>1</sup>/<sub>2</sub> kl.st, og er það í lengra lagi, þá er kórsöngur eða »sóló« söngur er ekki í og með, sem jafnan gerir slíkar skemmtanir tilbreytingameiri og fjölskrúðugri, en hljóðfærasláttur einn getur gert.</blockquote> <p align="right">Tilvitnun í Þjóðólf. Úr grein eftir Pétur Pétursson -&nbsp;Konsert í Bárunni (sjá hér neðar: Tengt efni á öðrum vefjum)</p>

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.06.2015