Gullbringa

Gullbringa í Svarfaðardal stendur uppi undir fjallshlíðinni ofan við kirkjustaðinn á Tjörn. Jörðin var fyrst byggð um miðja 17. öld og hefur þá verið hjáleiga frá Tjörn. Byggð var stopul í Gullbringu til að byrja með en á tímabilinu 1820-1947 var þar sambelldur búskapur. Þar bjó Arngrímur Gíslason málari um hríð og um 1885 reisti hann sér vinnustofu sunnan við húsið. Arngrímsstofa nýtur húsfriðunar og er í umsjá Þjóðminjasafnsins. Þar eru myndir eftir Arngrím og fróðleikur um listamanninn. Gullbringa var sumarbústaður Kristjáns Eldjárns og er nú í eigu afkomenda hans.

Af Wikipedia-síðu um Gullbringu.

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Arngrímur Gíslason Heimili

Tengd hljóðrit


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 8.01.2015