Gröf Heimilisfang

<p>Jörðin er landlítil. Meiri hluti landsins er blaut mýri. Heldur lélegt land, bæði til beitar og slægna. Nokkur hluti landsins eru þurrir móar, gott og auðunnið ræktunarland. Meðfram Litlu-Láxá eru grösugir hvammar, þar sem skiptast á valllendisbakkar og mýrardrög, undir skjólgóðum brekkum. Ágætt sumarland fyrir allan fénað. Engjalönd voru rýr. Mikill jarðhiti fylgir jörðinni. Veiðiréttur er í Litlu-Láxá. Nokkur landbrot er af völdum Laxár. Árið 1961 var jörðinni skipt, og stofnuð nýbýlin Sunnuhlíð og Laxárhlíð. Fengu þau hvort um sig 1/3 hluta jarðarinnar utan túns. Bærinn stendur á bökkum Litlu-Laxár í litlu dalverpi og stendur lágt, og er útsýni lítið.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 254. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Emil Ásgeirsson Heimili
Eyrún Guðjónsdóttir Heimili
Guðrún Emilsdóttir Uppruni
Tómas Júlíus Þórðarson Uppruni

Skjöl

Grafarhverfi Mynd/jpg
Gröf Mynd/jpg
Gröf Mynd/jpg
Gröf Mynd/jpg
Sunnuhlíð Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014