Gröf Heimilisfang

Jörðin er landlítil. Meiri hluti landsins er blaut mýri. Heldur lélegt land, bæði til beitar og slægna. Nokkur hluti landsins eru þurrir móar, gott og auðunnið ræktunarland. Meðfram Litlu-Láxá eru grösugir hvammar, þar sem skiptast á valllendisbakkar og mýrardrög, undir skjólgóðum brekkum. Ágætt sumarland fyrir allan fénað. Engjalönd voru rýr. Mikill jarðhiti fylgir jörðinni. Veiðiréttur er í Litlu-Láxá. Nokkur landbrot er af völdum Laxár. Árið 1961 var jörðinni skipt, og stofnuð nýbýlin Sunnuhlíð og Laxárhlíð. Fengu þau hvort um sig 1/3 hluta jarðarinnar utan túns. Bærinn stendur á bökkum Litlu-Laxár í litlu dalverpi og stendur lágt, og er útsýni lítið.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 254. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 4

Nafn Tengsl
Emil Ásgeirsson Heimili
Eyrún Guðjónsdóttir Heimili
Guðrún Emilsdóttir Uppruni
Tómas Júlíus Þórðarson Uppruni

Skjöl

Grafarhverfi Mynd/jpg
Gröf Mynd/jpg
Gröf Mynd/jpg
Gröf Mynd/jpg
Sunnuhlíð Mynd/jpg

Tengd hljóðrit


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014